„Erfitt að útskýra það en ég finn muninn“ Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2022 15:01 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar fyrsta marki Íslands á EM í sumar, gegn Belgíu. VÍSIR/VILHELM Berglind Björg Þorvaldsdóttir er orðin leikmaður eins besta félagsliðs heims, PSG í Frakklandi, eftir að félagið keypti hana frá Brann í Noregi. Hún er einnig aðalframherji íslenska landsliðsins sem reynir að tryggja sér HM-sæti í komandi leikjum við Hvíta-Rússland og Holland, á föstudag og næsta þriðjudag. Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Berglind er þrítug og hefur komið víða við á sínum atvinnumannsferli en hún segir fagmennskuna hvergi hafa verið meiri en hjá PSG. Hún lék sinn fyrsta leik fyrir liðið á dögunum, gegn Lyon í meistarakeppninni í Frakklandi, og sér fram á spennandi tíma í búningi Parísarliðsins. „Það er geggjað að þetta skyldi ganga upp og ég er gríðarlega sátt með þetta „move“ hjá mér,“ segir Berglind. Tímabilið hennar hjá Brann var ekkert sérstakt, meðal annars vegna meiðsla, en kom það þá á óvart að PSG skyldi hafa samband? „Ég er gríðarlega spennt“ „Nei og já. Þau höfðu bara samband fljótlega eftir EM, og svo rúllaði boltinn mjög hratt og þetta gekk upp,“ sagði Berglind sem skoraði fyrsta mark Íslands á EM í Englandi í sumar. Hjálpaði frammistaðan á EM til við að auka áhuga PSG? „Já, mögulega. Þau höfðu fyrst samband í fyrra og þá gekk þetta ekki upp. Svo höfðu þau samband eftir EM og núna gekk þetta upp. Ég er ótrúlega ánægð með að hafa skrifað undir hjá þessu liði og líst mjög vel á allt sem er í gangi hjá þeim. Ég er gríðarlega spennt,“ segir Berglind sem tekur undir að áþreifanlegur munur sé á umgjörðinni hjá PSG samanborið við önnur félög sem hún hefur verið hjá: „Já, á öllum sviðum. Það er ótrúlega gaman að hafa fengið það tækifæri að spila á svona háu stigi og vera hjá svona stórum klúbbi. Þarna er tekið „næsta skref“ í öllu sem kemur að því að vera „professional“, í undirbúningi og bara öllu. Það er erfitt að útskýra það en ég finn muninn. Ég mun klárlega bæta minn leik þarna.“ Klippa: Berglind um PSG og stórleiki landsliðsins Berglind verður eflaust á sínum stað í fremstu víglínu íslenska liðsins á föstudagskvöld þegar það mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli. Með sigri þar dugar Íslandi að ná jafntefli gegn Hollandi á þriðjudaginn til að tryggja sér sigur í sínum riðli og öruggt sæti á HM. „Ég er gríðarlega spennt. Fókusinn er núna á Hvíta-Rússland á föstudaginn og við förum í þessa leiki til að vinna. Það væri geggjað og það er klárlega markmiðið okkar að komast beint á HM. Svo sjáum við bara til hvernig þetta verður,“ segir Berglind. Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira