Laufey Ósk og Friðjón Bryndís Schram skrifar 30. ágúst 2022 17:31 Ég veit svo sem, að „Veislan á þakinu, sem aldrei varð“, er nú orðin fræg að endemum – meira að segja í sjálfu réttarkerfinu. Þegar Laufey Ósk byrjaði að ausa úr sér svívirðingum um Jón Baldvin, komst hún svo að orði: „Ég hef heyrt svo margar ljótar sögur um þig, Jón Baldvin“. Merkilegt, segi ég, vegna þess að u.þ.b. hálfu ári seinna var það sjálfur almannatengill Sjálfstæðisflokksins, sem heitir því göfuga nafni Friðjón Friðjónsson, sem notaði sama orðalag, þegar hann auglýsti opinberlega eftir „ljótum sögum“ um Jón Baldvin. Það gerði hann sem slíkur – almannatengill Sjálfstæðisflokksins og formanns hans – á heimasíðu sinni. Það er vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn svífst einskis í ófrægingarherferðum gegn andstæðingum sínum, ef þeim finnst þeir vera hættulegir. þetta hefur meira að segja áunnið sér sérstaka nafngift í vitund almennings: „Skrímsladeildin“. Nýlegt dæmi um þetta var skipulögð aðför á netinu að Katrínu Jakobsdóttur., sem þá var kölluð „Skatta Kata“. Það var svo gleymt og grafið, þegar Katrín gekk til liðs við þá í ríkisstjórn. En þetta er bara pólitík, eins og við þekkjum hana. Hitt er nýmæli að auglýsa opinberlega eftir rógsögum, sem nota má til að ræna andstæðinga mannorðinu. Þeim hlýtur að þykja mikið við liggja, þótt maðurinn minn hafi hætt í pólitík fyrir meira en aldarfjórðungi. Það er orðstírinn, sem þarf að eyðileggja. Hvað sagði ekki vinur okkar, Styrmir Gunnarsson?: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Það er allt jafn ógeðslegt – engar hugsjónir , bara sérhagsmunir“. Kannski fer ég ekki með þetta orðrétt, en þetta er frægasta tilvitnunin í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Kannski eru þetta einkunnarorð – áhrínisorð – íslenska lýðveldisins eftir Hrun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Schram Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég veit svo sem, að „Veislan á þakinu, sem aldrei varð“, er nú orðin fræg að endemum – meira að segja í sjálfu réttarkerfinu. Þegar Laufey Ósk byrjaði að ausa úr sér svívirðingum um Jón Baldvin, komst hún svo að orði: „Ég hef heyrt svo margar ljótar sögur um þig, Jón Baldvin“. Merkilegt, segi ég, vegna þess að u.þ.b. hálfu ári seinna var það sjálfur almannatengill Sjálfstæðisflokksins, sem heitir því göfuga nafni Friðjón Friðjónsson, sem notaði sama orðalag, þegar hann auglýsti opinberlega eftir „ljótum sögum“ um Jón Baldvin. Það gerði hann sem slíkur – almannatengill Sjálfstæðisflokksins og formanns hans – á heimasíðu sinni. Það er vitað, að Sjálfstæðisflokkurinn svífst einskis í ófrægingarherferðum gegn andstæðingum sínum, ef þeim finnst þeir vera hættulegir. þetta hefur meira að segja áunnið sér sérstaka nafngift í vitund almennings: „Skrímsladeildin“. Nýlegt dæmi um þetta var skipulögð aðför á netinu að Katrínu Jakobsdóttur., sem þá var kölluð „Skatta Kata“. Það var svo gleymt og grafið, þegar Katrín gekk til liðs við þá í ríkisstjórn. En þetta er bara pólitík, eins og við þekkjum hana. Hitt er nýmæli að auglýsa opinberlega eftir rógsögum, sem nota má til að ræna andstæðinga mannorðinu. Þeim hlýtur að þykja mikið við liggja, þótt maðurinn minn hafi hætt í pólitík fyrir meira en aldarfjórðungi. Það er orðstírinn, sem þarf að eyðileggja. Hvað sagði ekki vinur okkar, Styrmir Gunnarsson?: „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag. Það er allt jafn ógeðslegt – engar hugsjónir , bara sérhagsmunir“. Kannski fer ég ekki með þetta orðrétt, en þetta er frægasta tilvitnunin í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Hrunið. Kannski eru þetta einkunnarorð – áhrínisorð – íslenska lýðveldisins eftir Hrun.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar