Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 30. ágúst 2022 20:24 Átök Rússa og Úkraínumanna í nágrenni kjarnorkuversins í Zaporizhzhia valda ráðamönnum um allan heim áhyggjum. AP/Planet Labs PBC Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Síðustu vikurnar hafa Úkraínumenn unnið að því að einangra þúsundir rússneskra hermanna í námunda við héraðsborgina Kherson með því að eyðileggja brýr og vegi til að stöðva birgðaflutninga þeirra. Undanfarin sólarhring hafa úkraínskar hersveitir gert gagnsókn að Rússum sem hafa haldið Kherson og nálægum bæjum fráupphafsdögum innrásarinnar. CNN segir Úkraínumenn hafa náð fjórum bæjum í nágrenni Kherson borgar á sitt vald. þeirra á meðal Tomyna Balka og Pravdyne. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir ekki eðlilegt að upplýsa nánar um sóknaraðgerðir hersveita hans. Öllum væri ljós þau markmið Úkraínumanna að hrekja rússneskar hersveitir alfarið frá öllum herteknum svæðum. ílandinu. Úkraínuforseti heitir því að allir rússneskir hermenn verði hraktir yfir landamærin til Rússlands.Ukrainian Presidential Press Office via AP „En hernámsliðið má vita þetta: Við munum hrekja það til landamæranna. Til landamæra okkar sem hafa ekki breyst. Innrásarmennirnir vita það vel. Ef þeir vilja lifa af er kominn tími til að rússneski herinn leggi á flótta. Farið heim. Ef þið eruð hræddir við að fara heim til Rússlands þá skuluð þið gefast upp og við munum tryggja að farið verði í einu og öllu eftir Genfarsáttmálanum,“ sagði Zelenskyy. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna komu til Kænugarðs í dag og vonast til að geta skoðað aðstæður íZaporizhzhia kjarnorkuverinu á næstu dögum þar sem Rússar hafa komið fyrir hersveitum. Sameinuðu þjóðirnar og Vesturlönd hafa skorað á stríðandi fylkingar að halda átökum frá verinu. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins með Jan Lipavsky utanríkisráðherra Tékklands og Catherine Colonna utanríkisráðherra Frakklands í Prag í dag.AP/Petr David Josek Þá komu varnar- og utanríkisráðherrar evrópusambandsríkjanna komu saman í Prag í Tékklandi í dag þar sem samþykkt var að auka stuðninginn við Úkraínu, meðal annars með þjálfun hermanna. Josep Borrell utanríkisstjóri Evrópusambandsins segir Rússa enn gera árásir á almenna borgara. „Ástandið á svæðinu er enn mjög slæmt. Úkraína þarf stuðning okkar og við höldum áfram að veita þennan stuðning,“ segir Borrell.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Kjarnorka Tengdar fréttir Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50