Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:14 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent