Félagaskiptafréttamaðurinn Fabrizio Romano er á meðal þeirra sem greint hafa frá því að Arthur sé á leið til Liverpool, að láni frá Juventus.
Romano segir að Arthur hafi strax sagt já við því að fara til Liverpool. Hins vegar er aðeins um lánssamning að ræða og er engin klásúla um kaup að leiktíðinni lokinni.
Medical scheduled in the afternoon for Arthur Melo as Liverpool and Juventus are closing on final details of loan deal for Brazilian midfielder. NO buy option as things stand #LFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022
Arthur has accepted right after the first call received by LFC yesterday night. #DeadlineDay pic.twitter.com/ZfyzCL7Chj
Arthur hefur spilað með Juventus síðustu tvær leiktíðir en var áður hjá Barcelona í tvö ár, eftir að hafa komið til Spánar frá Gremio í Brasilíu. Hann er fjölhæfur miðjumaður sem á að baki á þriðja tug landsleikja fyrir Brasilíu.
Here s Arthur Melo traveling to UK right now in order to complete his move to Liverpool on loan. #LFC #DeadlineDay@romeoagresti pic.twitter.com/92aB2yJxQ2
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2022