Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2022 12:20 Börn tólf ára og yngri fá helmingsafslátt á miðaverði. Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. Dansflokkurinn hefur verið á ferðalagi um Evrópu síðastliðna mánuði og haldið sýningar í Svíþjóð og Frakklandi. Dansflokkurinn var staddur í Frakklandi þegar stríðið braust út í Úkraínu í febrúar á þessu ári. Aðaldansarar sýningarinnar eru þau Anastasia Gurska, aðaldansari hjá National Opera of Ukraine og Nicolai Gorodiskii, gesta aðaldansari hjá National Opera of Ukraine og fyrrum aðaldansari hjá Royal Theater of New Zealand og San Francisco Ballet. Listrænn stjórnandi er Alexander Gosachinsky en hann hlaut þjálfun hjá hljómsveitarstjóranum V.I. Fedoseev og hefur stýrt GosOrchestra frá árinu 2016. Frá fyrri sýningu balletsins. Hnotubrjóturinn er ein vinsælasta ballettsýning sögunnar og tónlist Tchaikovskys ein sú eftirminnilegasta af þeim ballettum sem samdir hafa verið. Miðasala hófst í dag en boðið verður upp á fjórar sýningar dagana 24., 25. og 26. nóvember. Börn 12 ára og yngri fá helmings afslátt. ,,Það er einstaklega ánægjulegt að geta nú aftur eftir þriggja ára hlé boðið upp á töfrandi ballettsýningar í Eldborg. Úkraínski ballettflokkurinn Kyiv Grand Ballet er skipaður mörgum af skærustu stjörnum ballettsviðsins þar í landi og eru þessar sýningar liður í áframhaldandi stuðningi Hörpu við úkraínska listamenn á þessum erfiðu tímum í heimalandi þeirra. Hnotubrjóturinn er svo hið fullkomna verk fyrir alla fjölskylduna í upphafi aðventu en við veitum ríflegan afslátt af miðaverði fyrir börn,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. Úkraína Harpa Dans Ballett Menning Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Dansflokkurinn hefur verið á ferðalagi um Evrópu síðastliðna mánuði og haldið sýningar í Svíþjóð og Frakklandi. Dansflokkurinn var staddur í Frakklandi þegar stríðið braust út í Úkraínu í febrúar á þessu ári. Aðaldansarar sýningarinnar eru þau Anastasia Gurska, aðaldansari hjá National Opera of Ukraine og Nicolai Gorodiskii, gesta aðaldansari hjá National Opera of Ukraine og fyrrum aðaldansari hjá Royal Theater of New Zealand og San Francisco Ballet. Listrænn stjórnandi er Alexander Gosachinsky en hann hlaut þjálfun hjá hljómsveitarstjóranum V.I. Fedoseev og hefur stýrt GosOrchestra frá árinu 2016. Frá fyrri sýningu balletsins. Hnotubrjóturinn er ein vinsælasta ballettsýning sögunnar og tónlist Tchaikovskys ein sú eftirminnilegasta af þeim ballettum sem samdir hafa verið. Miðasala hófst í dag en boðið verður upp á fjórar sýningar dagana 24., 25. og 26. nóvember. Börn 12 ára og yngri fá helmings afslátt. ,,Það er einstaklega ánægjulegt að geta nú aftur eftir þriggja ára hlé boðið upp á töfrandi ballettsýningar í Eldborg. Úkraínski ballettflokkurinn Kyiv Grand Ballet er skipaður mörgum af skærustu stjörnum ballettsviðsins þar í landi og eru þessar sýningar liður í áframhaldandi stuðningi Hörpu við úkraínska listamenn á þessum erfiðu tímum í heimalandi þeirra. Hnotubrjóturinn er svo hið fullkomna verk fyrir alla fjölskylduna í upphafi aðventu en við veitum ríflegan afslátt af miðaverði fyrir börn,“ segir Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.
Úkraína Harpa Dans Ballett Menning Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Fleiri fréttir Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira