Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2022 12:48 Einar Þorsteinsson og Dagur B. Eggertsson. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi átt fund með borgarstjóra Lviv þann 20. apríl síðastliðinn og sendiherra Úkraínu á Íslandi þann 16. júní síðastliðinn þar sem þessi mál voru rædd. „Í framhaldi af umræðum í borgarráði sl.vor hefur borgarstjóri fundað með utanríkisráðherra um málið og utanríkisráðuneytið gerir ekki athugasemdir við tillögu um slit á vinaborgarsamstarfi.“ Að ráðgjöf borgarlögmanns verði leitað viðbragða borgarstjórnar Moskvu áður en slit, á vinaborgarsamstarfi og ofangreindum samningi, verða formlega orðin. Legið niðri síðan 2013 Dagur sagði í samtali við Vísi í mars síðastliðinn að hann útilokaði ekki að vinasamstarfinu yrði slitið. Benti hann þá einnig á að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hefði raunar legið niðri árum saman. Í ágúst 2013 vakti þannig athygli þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Fordæmdi árásina Í tilkynningu frá borginni nú segir að minnt sé á að borgarstjórn hafi sent frá sér eftirfarandi einróma ályktun vegna innrásarinnar í Úkraínu þann 1. mars sl.: „Borgarstjórn Reykjavíkur fordæmir harðlega innrás Sambandslýðveldisins Rússlands í Úkraínu og lýsir samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Borgarstjórn skorar á ríkisstjórn Rússlands að draga hersveitir sínar til baka, lýsa yfir vopnahléi og koma á friði þegar í stað. Innrásin í Úkraínu er ólögleg og ómannúðleg – og með henni er friður í Evrópu rofinn. Borgarstjórn lýsir samstöðu með Kyiv, Kharkiv, Kherson og öðrum úkraínskum borgum og landsvæðum sem nú sæta árásum. Jafnframt lýsir borgarstjórn samstöðu með íbúum sem neyðast til að flýja heimili sín eða berjast varnarbaráttu við ofurefli. Innrás sem þessi gengur gegn öllum gildum borgarstjórnar Reykjavíkur og hvetjum við því ríkisstjórn Íslands og stjórnir vinaríkja til að taka á móti flóttafólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Reykjavíkurborg mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og lýsir sig tilbúna til að taka á móti fólki á flótta.“ Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl. Reykjavík Borgarstjórn Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafi átt fund með borgarstjóra Lviv þann 20. apríl síðastliðinn og sendiherra Úkraínu á Íslandi þann 16. júní síðastliðinn þar sem þessi mál voru rædd. „Í framhaldi af umræðum í borgarráði sl.vor hefur borgarstjóri fundað með utanríkisráðherra um málið og utanríkisráðuneytið gerir ekki athugasemdir við tillögu um slit á vinaborgarsamstarfi.“ Að ráðgjöf borgarlögmanns verði leitað viðbragða borgarstjórnar Moskvu áður en slit, á vinaborgarsamstarfi og ofangreindum samningi, verða formlega orðin. Legið niðri síðan 2013 Dagur sagði í samtali við Vísi í mars síðastliðinn að hann útilokaði ekki að vinasamstarfinu yrði slitið. Benti hann þá einnig á að samband Reykjavíkurborgar við Moskvu hefði raunar legið niðri árum saman. Í ágúst 2013 vakti þannig athygli þegar borgarráð samþykkti tillögu Jóns Gnarr, þáverandi borgarstjóra, um endurskoðun á samstarfssamningi Reykjavíkurborgar og Moskvu. Var tilefnið sú þróun sem hafði átt sér stað í málefnum hinsegin fólks í Rússlandi. Fordæmdi árásina Í tilkynningu frá borginni nú segir að minnt sé á að borgarstjórn hafi sent frá sér eftirfarandi einróma ályktun vegna innrásarinnar í Úkraínu þann 1. mars sl.: „Borgarstjórn Reykjavíkur fordæmir harðlega innrás Sambandslýðveldisins Rússlands í Úkraínu og lýsir samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Borgarstjórn skorar á ríkisstjórn Rússlands að draga hersveitir sínar til baka, lýsa yfir vopnahléi og koma á friði þegar í stað. Innrásin í Úkraínu er ólögleg og ómannúðleg – og með henni er friður í Evrópu rofinn. Borgarstjórn lýsir samstöðu með Kyiv, Kharkiv, Kherson og öðrum úkraínskum borgum og landsvæðum sem nú sæta árásum. Jafnframt lýsir borgarstjórn samstöðu með íbúum sem neyðast til að flýja heimili sín eða berjast varnarbaráttu við ofurefli. Innrás sem þessi gengur gegn öllum gildum borgarstjórnar Reykjavíkur og hvetjum við því ríkisstjórn Íslands og stjórnir vinaríkja til að taka á móti flóttafólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Reykjavíkurborg mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og lýsir sig tilbúna til að taka á móti fólki á flótta.“ Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Fimm systraborgir Reykjavíkur Í minnisblaði sem unnið var í aðdraganda endurskoðunar á stefnu Reykjavíkurborgar í erlendum samskiptum kemur fram að formlegar vinaborgir Reykjavíkur, eða systra- og samstarfsborgir, séu fimm talsins – Winnipeg í Kanada (1971), Seattle í Bandaríkjunum (1986), Vilníus í Litháen (2006), Moskva í Rússlandi (2007) og Wroclaw í Póllandi (2017). Auk þess þeirra hafi Reykjavík átt í endurteknum samskiptum við fjölda annarra borga á ýmsum sviðum, meðal annars Kingston-Upon-Hull, Philadelphia, Berlín, Bercelona, Peking og Seúl.
Reykjavík Borgarstjórn Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Útilokar ekki að slitið verði á tengslin við vinaborgina Moskvu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ekkert útilokað í þeim efnum hvort slitið verði á tengsl Reykjavíkurborgar og vinaborgarinnar Moskvu. Í Danmörku bárust fréttir af því í gær að bæði Árósir og Álaborg hafi slitið á tengslin við rússneskar vinaborgir sínar vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 11. mars 2022 10:44