Spyr hvort ekki megi endurskilgreina hvenær lax teljist veiddur Snorri Másson skrifar 4. september 2022 10:01 Hvenær telst lax veiddur? Þegar maður er kominn með hann í hendurnar eða þegar hann er kominn alveg upp að bakka eftir viðureign um nokkra stund, og jafnvel þótt hann sleppi þá af önglinum? Borgarfulltrúi, sem jafnframt er mikill veiðimaður, kallar eftir umræðu um nýja talningaraðferð á veiddum löxum. Hví ekki, þegar þeim er nær öllum sleppt hvort eð er. Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa. Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Það kannast flestir veiðimenn við það að vera alveg að landa fisk, þegar hann losnar af og sleppur. Þetta er sár viðskilnaður við bráðina - og þegar hann verður, er ekki litið svo á að þú hafir veitt fisk - en nú er kallað eftir hugarfarsbreytingu í þessu efni. það gerir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, sem hefur viðamikla veiðireynslu í ýmsum tegundum, en hún kveðst ekki líta svo á að þarna sé maður að „missa fisk.“ Í sjónvarpsfréttinni hér að ofan er rætt við Þórdísi Lóu, sem kveðst hafa hugleitt það að undanförnu hvers vegna fiskur þurfi að koma alla leið á land og í hendur leiðsögumanns, félaga eða veiðimanns til þess að hann teljist veiddur. Ljóst er að ný nálgun Lóu er umdeilanleg, enda löngum verið litið á málið með þessum hætti. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir borgarfulltrúi er mikill veiðimaður.Vísir/Arnar Snýst um að fiskurinn taki „Fyrir mér snýst þetta um að fiskurinn taki. Hann tekur fluguna sem ég er búinn að pæla í og setja undir. Ég er búin að vera í viðureign í 10, 20 mínútur, jafnvel hálftíma. Ef ég er búin að standa í því og svo fer hann alveg á síðustu mínútunni, þá líður mér eins og ég hafi veitt. Svo kem ég í hús og þá spyr staðarhaldarinn, hvað komu margir laxar á land? Þá má ég ekki telja minn lax, sem var stórkostlegur,“ segir Þórdís Lóa. Laxastofninn hefur ekki verið ýkja gjöfull við veiðimenn á síðari árum og margir staðarhaldarar vildu heldur að fleiri veiddust á hverju sumri. Lóa var í Langá nýlega, þar sem 16 laxar komu á land en hópurinn missti tólf laxa. Það hefðu verið 28 laxar ef allir hefðu verið taldir með. Skemmtifélagið Dollý fékk 16 laxa á land og missti tólf í veiðiferð í Langá í sumar. Þórdís Lóa segir sífellt fleiri konur sækja í veiðina. Hún hafi prófað bæði blandaða hópa og ekki, og að stemningin sé öðruvísi í kvennahópum. „Það er afslappaðra, skulum við segja. Og svolítil gleði stundum.“Aðsend mynd „Ég bara kalla eftir skemmtilegri umræðu. Ekki segja: Lóa ertu alveg klikk? Þetta gengur ekki. Tökum umræðuna. Af hverju er þetta svona? Er þetta frá því að bændur voru að draga lax upp úr ám og þetta var matarkista? Af því að sannarlega er þetta ekki peningamál fyrir staðarhaldarana af því að ef þetta væri peningamál þá hlytu þau að vilja fleiri laxa í bókina,“ segir Lóa.
Lax Stangveiði Tengdar fréttir Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57 Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Ytri Rangá er efst á listanum yfir aflahæstu laxveiðiár landsins og er komin yfir 3.000 laxa en hún fer líklega nálægt 5.000 þetta árið. 29. ágúst 2022 08:57
Laxveiði róleg það sem af er sumri Landsamtök veiðifélaga hafa birt nýjar veiðitölur og þar kemur fram að veiðin er almennt langt frá sínu besta. 5. ágúst 2022 09:02