H verslun selur meðal annars Nike, Now, Speedo og Houdini en nýja verslunin sem alls er um 600 fermetrar mun sömuleiðis bjóða upp á nokkur ný merki eins Calvin Klein.

„Heilsan er það dýrmætasta sem við eigum og þar liggur fókusinn okkar. Sérstaðan okkar birtist í gæðum vörunnar sem við seljum, fólk þekkir og treystir á merkin sem við bjóðum enda eru þau öll leiðandi og fremst í sinni röð, hvert á sinn hátt,“ segir Sandra Sif Magnúsdóttir, deildarstjóri verslana hjá Icepharma.

Von bráðar opnar jafnframt nýr H bar í sama húsnæði þar sem hægt verður að næla sér í grauta- og jógúrtskálar og lífrænt kaffi. Sólveig Guðmundsdóttir Iðn- og lýsingahönnuður lagði hönd á plóg við útlitið á rýminu.


Sandra segist gríðarlega spennt að opna þennan heim heilsu og býður gamla og nýja viðskiptavini hjartanlega velkomna. „Við þjónum fólki sem vill setja heilsuna framar öllu og við erum svo sannarlega fremst í heilsu. Þess vegna heitum við H,“ segir Sandra að lokum.


Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir frá opnunarpartý H verslunar í gær.