Schreiber virðist hafa notið íslenskrar náttúru til hins ítrasta en sjá má á myndatexta hans á Instagram að hann virðist alveg hreint gagntekinn af fegurð landsins.
Það er eflaust óhætt að segja að Schriber sé kominn á listann yfir „Íslandsvini“ og virðist hann meira að segja spreyta sig í íslenskunni undir einni Instagram færslunni. Leikarinn virðist einn af þeim heppnu sem sáu norðurljós gærkvöldsins með eigin augum.
Schreiber hafði greinilega margt fyrir stafni en hann gæddi sér á mat við Glym og slakaði á í Sky Lagoon.