Kraftaverkakötturinn Grána gamla lifði af alvarlega árás Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2022 23:30 Margrét Sif Sigurðardóttir sjálfboðaliði hjá Villiköttum, Matthías Margrétarson, Eva Dalrós Haraldsdóttir og Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Vísir/Egill Það þykir kraftaverki líkast að átján ára köttur hafi lifað af alvarlega árás sem talin er vera eftir hund. Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem köttur er illa leikinn eftir slíka árás. Eigandinn biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. Kisan Grána varð fyrir alvarlegri árás fyrir rúmri viku þegar hún skrapp í sinn daglega tíu mínútna göngutúr. Henni tókst við illan leik að komast heim, mikið særð og vönkuð. Annað bitsárið á Gránu.Vísir „Hún hafði verið illa bitinn. Það er augljóst að þetta er eftir hundskjaft. Það er hola á hausnum á henni og stórt sár undir kjálkanum,“ segir Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Blóðsýkingin kom upp eftir að Grána kom heim af dýraspítala. Kötturinn er átján ára þannig að þetta leit ekkert sérlega vel út. „Þá var hún orðin þreföld í framan, bara eins og fílakötturinn og ég hringi í Neyðarvaktina og þeir vilja fá hana strax inn,“ segir Kolbrún. Grána þurfti meiri meðhöndlun og öflugan sýklalyfjakúr. Kolbrún segir bata hennar framar öllum vonum. Kraftaverkakötturinn Grána.Vísir/Egill „Ef þetta hefði verið níræð kona hún hefði ekki jafnað sig eftir svona,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir árásir sem þessar ekki einsdæmi í hverfinu og biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. hún hafi fengið skilboð frá kattaeigenda um svipaða árás. „Fjórum dögum áður en þetta gerist lendir kötturinn hennar í nákvæmlega eins,“ segir hún. Kolbrún vonar að Grána eigi nokkur góð ár eftir enda dásamlegur köttur. „Hún er eiginlega eins og hundur, eltir mig út um allt. Þegar ég fer í vinnunna þá eltir hún mig og vill koma upp í bíl með mér. Ef hún fær það ekki þá bíður hún eftir mér á planinu eða á húddum annarra bíla þangað til ég kem heim. Þessi kisa hefur fylgt mér stóran hluta lífs míns og ég lít nánast á hana eins og mitt eigið afkvæmi. Fyrst áttu mamma og pabbi hana en ég fékk hana svo til mín. Ég er að vona að hún verði að minnsta kosti 25 ára, ég mun gera mitt til að svo verði enda er ég sjúkraliði,“ segir Kolbrún og hlær. Tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grána vekur athygli en fyrir tólf árum komst hún í fréttir Stöðvar 2 þegar hún tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga sem fundust í bílhræi ásamt því að hafa sína þrjá á spena. Kettlingarnir komust á legg og er einn þeirra í eigu Margrétar Sifjar Sigurðardóttur mágkonu Kolbrúnar. Grána tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga árið 2012 ásamt því að eiga þrjá sjálf. Sannkallað kærleiksbúnt. Vísir Margrét segist strax hafa gert sér grein fyrir að það kostaði sitt að gera að sárum Gránu og hóf því söfnun fyrir kostnaðinum sem fer fram á Facebook. „Kostnaðurinn við að geta að sárum Gránu og taka á blóðsýkingunni er á annað hundrað þúsund. Ég hóf því söfnun fyrir þessu á Facebook. Þetta er svo mikil undrakisa að við viljum allt fyrir hana gera. Það sem kemur umfram fer þá í söfnunarsjóð Villikatta þar sem ég er sjálfboðaliði,“ segir Margrét. Dýr Dýraheilbrigði Kettir Gæludýr Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Kisan Grána varð fyrir alvarlegri árás fyrir rúmri viku þegar hún skrapp í sinn daglega tíu mínútna göngutúr. Henni tókst við illan leik að komast heim, mikið særð og vönkuð. Annað bitsárið á Gránu.Vísir „Hún hafði verið illa bitinn. Það er augljóst að þetta er eftir hundskjaft. Það er hola á hausnum á henni og stórt sár undir kjálkanum,“ segir Kolbrún Eva Viktorsdóttir eigandi Gránu. Blóðsýkingin kom upp eftir að Grána kom heim af dýraspítala. Kötturinn er átján ára þannig að þetta leit ekkert sérlega vel út. „Þá var hún orðin þreföld í framan, bara eins og fílakötturinn og ég hringi í Neyðarvaktina og þeir vilja fá hana strax inn,“ segir Kolbrún. Grána þurfti meiri meðhöndlun og öflugan sýklalyfjakúr. Kolbrún segir bata hennar framar öllum vonum. Kraftaverkakötturinn Grána.Vísir/Egill „Ef þetta hefði verið níræð kona hún hefði ekki jafnað sig eftir svona,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir árásir sem þessar ekki einsdæmi í hverfinu og biðlar til hundaeigenda að passa upp á dýrin sín. hún hafi fengið skilboð frá kattaeigenda um svipaða árás. „Fjórum dögum áður en þetta gerist lendir kötturinn hennar í nákvæmlega eins,“ segir hún. Kolbrún vonar að Grána eigi nokkur góð ár eftir enda dásamlegur köttur. „Hún er eiginlega eins og hundur, eltir mig út um allt. Þegar ég fer í vinnunna þá eltir hún mig og vill koma upp í bíl með mér. Ef hún fær það ekki þá bíður hún eftir mér á planinu eða á húddum annarra bíla þangað til ég kem heim. Þessi kisa hefur fylgt mér stóran hluta lífs míns og ég lít nánast á hana eins og mitt eigið afkvæmi. Fyrst áttu mamma og pabbi hana en ég fékk hana svo til mín. Ég er að vona að hún verði að minnsta kosti 25 ára, ég mun gera mitt til að svo verði enda er ég sjúkraliði,“ segir Kolbrún og hlær. Tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grána vekur athygli en fyrir tólf árum komst hún í fréttir Stöðvar 2 þegar hún tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga sem fundust í bílhræi ásamt því að hafa sína þrjá á spena. Kettlingarnir komust á legg og er einn þeirra í eigu Margrétar Sifjar Sigurðardóttur mágkonu Kolbrúnar. Grána tók að sér fimm munaðarlausa kettlinga árið 2012 ásamt því að eiga þrjá sjálf. Sannkallað kærleiksbúnt. Vísir Margrét segist strax hafa gert sér grein fyrir að það kostaði sitt að gera að sárum Gránu og hóf því söfnun fyrir kostnaðinum sem fer fram á Facebook. „Kostnaðurinn við að geta að sárum Gránu og taka á blóðsýkingunni er á annað hundrað þúsund. Ég hóf því söfnun fyrir þessu á Facebook. Þetta er svo mikil undrakisa að við viljum allt fyrir hana gera. Það sem kemur umfram fer þá í söfnunarsjóð Villikatta þar sem ég er sjálfboðaliði,“ segir Margrét.
Dýr Dýraheilbrigði Kettir Gæludýr Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira