Heimamenn byrjuðu leikinn frábærlega því Destiny Udogie náði forystunni strax á 5.mínútu og var það eina mark fyrri hálfleiks.
Í stað þess að Rómverjar næðu að vinna sig inn í leikinn keyrðu heimamenn algjörlega yfir gestina í síðari hálfleik og unnu að lokum 4-0 sigur.
Lazar Samardzic, Roberto Pereyra og Sandi Lovric sáu um markaskorun Udinese í síðari hálfleik.
Bæði lið með tíu stig eftir fimm leiki í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.