Segir myndatökur á slysstað hafa valdið slysum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2022 17:29 Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Vísir/Arnar Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að dæmi séu um að myndatökur á slysstað hafi valdið umferðaróhöppum. Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Sjá meira
Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26