Segir myndatökur á slysstað hafa valdið slysum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2022 17:29 Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Vísir/Arnar Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að dæmi séu um að myndatökur á slysstað hafi valdið umferðaróhöppum. Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26