Geðlæknir telur Magnús Aron sakhæfan Árni Sæberg skrifar 5. september 2022 23:15 Magnús Aron neitaði sök þegar mál á hendur honum var þingfest 30. ágúst síðastliðinn. Vísir/Hallgerður Magnús Aron Magnússon, tvítugur karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa orðið karlmanni á fimmtugsaldri að bana í Barðavogi í júní, hefur verið metinn sakhæfur af geðlækni. Þetta kemur fram gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti 2. ágúst síðastliðinn og var birtur nýverið. Þar segir að mat dómskvadds geðlæknis á geðheilbrigði Magnúsar Arons sé að hann hafi ekki verið haldinn neinum þeim einkennum, sem talin eru upp í ákvæðum almennra hegningarlaga um sakhæfi, á verknaðarsstundu. Því sé ekkert sem komi í veg fyrir að refsing geti borið árangur verði hann fundinn sekur. Hafi veist með hrottalegum hætti að nágranna sínum Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Neitar sök og segir nágrannann hafa verið ógnandi Magnús Aron neitar sök í málinu og í úrskurði héraðsdóms kemur fram að hann hafi sagt við yfirheyrslu lögreglu að Gylfi hafi komið til sín umrætt kvöld og viljað ræða við sig. Taldi hann Gylfa hafa verið ógnandi og hafa ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina, hann hafi hindrað Gylfa í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu Magnús hafi sagt mikið hafa gengið á og Gylfi hafi haft yfirhöndina og slegið hann ítrekað í andlitið. Þegar út var komið hafi hann fljótlega náð að yfirbuga Gylfa og sparkað ítrekað í andlit hans þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Talinn afar hættulegur Í úrskurði héraðsdóms segir að Magnús Aron eigi sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar og hann hafi jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu sé hann talinn afar hættulegur. Með vísan til rannsóknargagna og alvarleika þess brots sem rökstuddur grunur er um að Magnús Aron hafi framið, er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Þá segir jafnframt að það stríði gegn réttarvitund almennings ef maður sem er undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hlýst af gangi laus á meðan málið er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum. Manndráp í Barðavogi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Þetta kemur fram gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfesti 2. ágúst síðastliðinn og var birtur nýverið. Þar segir að mat dómskvadds geðlæknis á geðheilbrigði Magnúsar Arons sé að hann hafi ekki verið haldinn neinum þeim einkennum, sem talin eru upp í ákvæðum almennra hegningarlaga um sakhæfi, á verknaðarsstundu. Því sé ekkert sem komi í veg fyrir að refsing geti borið árangur verði hann fundinn sekur. Hafi veist með hrottalegum hætti að nágranna sínum Magnús Aron er ákærður fyrir að hafa veist að nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni. Fyrst á stigagangi hússins við Barðavog og svo utan við húsið. Þegar þangað var komið hafi Magnús Aron sparkað í og kýlt Gylfa, náð honum í jörðina og þar sem hann lá á jörðinni kýlt, sparkað og traðkað margsinnis á honum. Þar á meðal andliti og brjóstkassa með þeim afleiðingum að Gylfi hlaut húðblæðingar og mar í andliti og hálsi, brot á neðri kjálka, kinnbeinum, nefbeinum og tungubeini. Gylfi lést af áverkum sínum á vettvangi. Neitar sök og segir nágrannann hafa verið ógnandi Magnús Aron neitar sök í málinu og í úrskurði héraðsdóms kemur fram að hann hafi sagt við yfirheyrslu lögreglu að Gylfi hafi komið til sín umrætt kvöld og viljað ræða við sig. Taldi hann Gylfa hafa verið ógnandi og hafa ætlað að ryðjast eða brjótast inn í íbúðina, hann hafi hindrað Gylfa í því og í kjölfarið hafi komið til átaka þeirra á milli frammi á gangi og í stigahúsinu Magnús hafi sagt mikið hafa gengið á og Gylfi hafi haft yfirhöndina og slegið hann ítrekað í andlitið. Þegar út var komið hafi hann fljótlega náð að yfirbuga Gylfa og sparkað ítrekað í andlit hans þar sem hann lá á jörðinni. Loks hafi hann hætt og þá ákveðið að hringja eftir aðstoð lögreglu og sjúkraliðs en síðar verið handtekinn við komu lögreglu. Talinn afar hættulegur Í úrskurði héraðsdóms segir að Magnús Aron eigi sér sögu hjá lögreglu vegna ofbeldisfullrar hegðunar og hann hafi jafnframt hlotið dóm fyrir líkamsárás og barnaverndarbrot. Að mati lögreglu sé hann talinn afar hættulegur. Með vísan til rannsóknargagna og alvarleika þess brots sem rökstuddur grunur er um að Magnús Aron hafi framið, er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna. Þá segir jafnframt að það stríði gegn réttarvitund almennings ef maður sem er undir sterkum grun um að hafa framið árás sem mannsbani hlýst af gangi laus á meðan málið er til meðferðar hjá lögreglu og eftir atvikum dómstólum.
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40 Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38 Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52 Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Neitar sök í Barðavogsmálinu Karlmaður á þrítugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana fyrir utan heimili þeirra í Barðavogi í júní, neitaði sök við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ákveðið var að þinghald í málinu yrði opið. 30. ágúst 2022 15:40
Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu. 26. ágúst 2022 15:38
Manndrápið í Barðavogi komið á borð héraðssaksóknara Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Barðavogi í byrjun júní er lokið og málið er komið til héraðssaksóknara. 25. ágúst 2022 19:52
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28. júlí 2022 11:34