Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Bjarki Sigurðsson skrifar 6. september 2022 08:59 Ástandið í heröðunum Sindh og Balochistan er grafalvarlegt þessa stundina. Hér má sjá loftmynd af bænum Jamshoro í Sindh. EPA/STR Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. Í Pakistan er monsún-tímabil þessa stundina en því fylgir mikil rigning. Rigningin hefur þó aldrei verið jafn mikil og hún er nú og hafa 33 milljónir manna, fimmtán prósent íbúa landsins, orðið fyrir áhrifum hennar. Í kjölfar rigningarinnar hafa orðið mörg flóð og eru margar borgir einfaldlega á floti. Héröðin Sindh og Balochistan hafa komið hvað verst út úr þessari rigningu en í Sindh-héraði má finna stærsta stöðuvatn landsins, Manchar-stöðuvatnið. Manchar getur orðið allt að fimm hundruð ferkílómetrar að flatarmáli þegar mikil rigning er á svæðinu. Þórisvatn, stærsta stöðuvatn Íslands, er einungis 86 ferkílómetrar að stærð og er Manchar svipað að stærð og Mýrdalsjökull. Til þess að koma í veg fyrir að vatn flæði yfir bakka Manchar hafa yfirvöld í Pakistan byrjað að hleypa vatni úr því. Þannig vonast þeir til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að vatn úr stöðuvatninu flæði yfir í nærliggjandi þéttbýlisstaði en nokkrar borgir með yfir hundrað þúsund íbúa eru í nágrenni við vatnið. Jam Khan Shoro, héraðsáveituráðherra í Singh, segir í samtali við Reuters að aðgerðir yfirvalda hafi gert lítið gagn. Vatnsmagnið sé enn það sama og það var fyrir. Pakistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Í Pakistan er monsún-tímabil þessa stundina en því fylgir mikil rigning. Rigningin hefur þó aldrei verið jafn mikil og hún er nú og hafa 33 milljónir manna, fimmtán prósent íbúa landsins, orðið fyrir áhrifum hennar. Í kjölfar rigningarinnar hafa orðið mörg flóð og eru margar borgir einfaldlega á floti. Héröðin Sindh og Balochistan hafa komið hvað verst út úr þessari rigningu en í Sindh-héraði má finna stærsta stöðuvatn landsins, Manchar-stöðuvatnið. Manchar getur orðið allt að fimm hundruð ferkílómetrar að flatarmáli þegar mikil rigning er á svæðinu. Þórisvatn, stærsta stöðuvatn Íslands, er einungis 86 ferkílómetrar að stærð og er Manchar svipað að stærð og Mýrdalsjökull. Til þess að koma í veg fyrir að vatn flæði yfir bakka Manchar hafa yfirvöld í Pakistan byrjað að hleypa vatni úr því. Þannig vonast þeir til þess að hægt sé að koma í veg fyrir að vatn úr stöðuvatninu flæði yfir í nærliggjandi þéttbýlisstaði en nokkrar borgir með yfir hundrað þúsund íbúa eru í nágrenni við vatnið. Jam Khan Shoro, héraðsáveituráðherra í Singh, segir í samtali við Reuters að aðgerðir yfirvalda hafi gert lítið gagn. Vatnsmagnið sé enn það sama og það var fyrir.
Pakistan Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39 Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09 Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Á sjötta tug látin í dag, þar af 25 börn Ekkert lát er á hamfaraflóðum í Pakistan. 57 hafa látist í dag, þar af 25 börn. Óttast er að mikill fjöldi barna muni látast í hamförunum. 3. september 2022 13:39
Segir vatn þekja þriðjung landsins Loftslagsmálaráðherra Pakistan segir vatn þekja þriðjung landsins vegna mikillar rigningar og fjölda flóða þar í landi síðustu vikur. Síðasta sólarhring hafa 75 íbúar landsins látið lífið vegna flóðanna. 29. ágúst 2022 19:47
Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. 27. ágúst 2022 22:09
Pakistanar kalla eftir aðstoð vegna gífurlegra flóða Ráðamenn í Pakistan segja ríkið nauðsynlega þurfa aðstoð til að bregðast við miklum flóðum þar í landi. Minnst þúsund eru látnir vegna flóðanna og eru þau sögð hafa valdið gífurlegum skaða víðsvegar um landið. 29. ágúst 2022 10:51