Sögurnar of margar til að rengja þær Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2022 19:00 Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Vísir/Egill Þrjár sendingar af svokölluðum byrlunarvökva hafa verið stöðvaðar í tollinum það sem af er ári. Byrlunarlyf hafa aldrei greinst við blóðprufu en verkefnastjóri neyðarmóttöku segir þó ljóst að konum sé byrlað ólyfjan úti í samfélaginu. Frásagnirnar séu hreinlega of margar til að ástæða sé til að rengja þær. Byrlanir komast reglulega í hámæli. Nú síðast um nýliðna helgi þegar lögregla á höfuðborgarsvæðinu gat þess sérstaklega í dagbók sinni eftir skemmtanahald aðfaranótt sunnudags að fjögur byrlanamál væru til rannsóknar. Svo virðist reyndar sem nær hvergi sé haldið sérstaklega utan um þau mál þar sem grunur vaknar um byrlun en fyrsti viðkomustaður þeirra sem telja sér hafa verið byrlað er oft bráðamóttaka. Þar er ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin en á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis er hins vegar tekið blóðsýni úr öllum sem þangað leita. „Sirka 40-50 prósent mála sem koma til okkar fara inn á borð lögreglu og hún hefur aldrei greint þessi byrlunarlyf í blóði,“ segir Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Síðustu ár hafa um 7 til 10 byrlanamál komið á borð neyðarmóttöku á ári hverju. Þau lyf sem flokkuð eru sem „byrlunarlyf“ eru til dæmis GHB-sýra, benzódíazepín-lyf eins og róhypnol, og svo ketamín og MDMA. En þessi efni hætta að greinast í blóði innan 48 tíma - og flest raunar innan 24. Þó að efnin greinist við þvagprufu hafa þær nær ekkert sönnunargildi fyrir dómi og teljast óáreiðanlegar. „Við höfum aldrei mælt þetta í blóði og þess vegna er erfitt að segja: Þetta er að gerast. En það eru bara of margar sögur í gangi í samfélaginu frá konum til þess að þetta sé ekki satt, það hlýtur að vera. Þannig að ég myndi aldrei segja að vandamálið væri ekki raunverulegt. Heldur frekar það að við erum ekki að ná sýnunum nógu fljótt, hvernig sem það er,“ segir Hulda. Mikael Smári Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku. „Ef við erum alveg hreinskilin þá grunar okkur að algengasta lyfið í byrlun sé auðvitað áfengi, sem er greiður aðgangur að, og mælist í flestum tilvikum. Þannig að við vitum auðvitað ekki hversu mikið þau drukku eða vildu drekka eða hversu miklu var ýtt að þeim.“ Þrjár sendingar af byrlunarvökva Greint var frá því fyrr á árinu að tollverðir hefðu stöðvað sendingu af svokölluðum byrlunarvökva. Sendingarnar eru nú orðnar þrjár en um er að ræða GBL-vökva, efni sem er náskylt áðurnefndri GHB-sýru og talið er notað til byrlana. Í eitt skipti kom vökvinn með flugfarþega en hraðsendingum í hin tvö skiptin. Sendingarnar komu til landsins í janúar, febrúar og apríl, einn lítri af vökvanum í senn. Samkvæmt upplýsingum frá yfirtollverði er þetta aukning miðað við undanfarin ár. Næturlíf Lyf Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Byrlanir komast reglulega í hámæli. Nú síðast um nýliðna helgi þegar lögregla á höfuðborgarsvæðinu gat þess sérstaklega í dagbók sinni eftir skemmtanahald aðfaranótt sunnudags að fjögur byrlanamál væru til rannsóknar. Svo virðist reyndar sem nær hvergi sé haldið sérstaklega utan um þau mál þar sem grunur vaknar um byrlun en fyrsti viðkomustaður þeirra sem telja sér hafa verið byrlað er oft bráðamóttaka. Þar er ekki tekið blóðsýni nema rannsókn sé hafin en á neyðarmóttöku þolenda kynferðisofbeldis er hins vegar tekið blóðsýni úr öllum sem þangað leita. „Sirka 40-50 prósent mála sem koma til okkar fara inn á borð lögreglu og hún hefur aldrei greint þessi byrlunarlyf í blóði,“ segir Hulda Hrönn Björgúlfsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Síðustu ár hafa um 7 til 10 byrlanamál komið á borð neyðarmóttöku á ári hverju. Þau lyf sem flokkuð eru sem „byrlunarlyf“ eru til dæmis GHB-sýra, benzódíazepín-lyf eins og róhypnol, og svo ketamín og MDMA. En þessi efni hætta að greinast í blóði innan 48 tíma - og flest raunar innan 24. Þó að efnin greinist við þvagprufu hafa þær nær ekkert sönnunargildi fyrir dómi og teljast óáreiðanlegar. „Við höfum aldrei mælt þetta í blóði og þess vegna er erfitt að segja: Þetta er að gerast. En það eru bara of margar sögur í gangi í samfélaginu frá konum til þess að þetta sé ekki satt, það hlýtur að vera. Þannig að ég myndi aldrei segja að vandamálið væri ekki raunverulegt. Heldur frekar það að við erum ekki að ná sýnunum nógu fljótt, hvernig sem það er,“ segir Hulda. Mikael Smári Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku. „Ef við erum alveg hreinskilin þá grunar okkur að algengasta lyfið í byrlun sé auðvitað áfengi, sem er greiður aðgangur að, og mælist í flestum tilvikum. Þannig að við vitum auðvitað ekki hversu mikið þau drukku eða vildu drekka eða hversu miklu var ýtt að þeim.“ Þrjár sendingar af byrlunarvökva Greint var frá því fyrr á árinu að tollverðir hefðu stöðvað sendingu af svokölluðum byrlunarvökva. Sendingarnar eru nú orðnar þrjár en um er að ræða GBL-vökva, efni sem er náskylt áðurnefndri GHB-sýru og talið er notað til byrlana. Í eitt skipti kom vökvinn með flugfarþega en hraðsendingum í hin tvö skiptin. Sendingarnar komu til landsins í janúar, febrúar og apríl, einn lítri af vökvanum í senn. Samkvæmt upplýsingum frá yfirtollverði er þetta aukning miðað við undanfarin ár.
Næturlíf Lyf Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36 Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Merki um að yfirvöld séu að taka tilkynningum um byrlun alvarlega Fjögur mál þar sem grunur er um byrlun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina. Talskona Stígamóta segir jákvætt að sýni hafi verið tekin úr þolendum og lögregla tekið tilkynningarnar alvarlega. Viðhorf til byrlana virðist hafa breyst en meira þurfi til. 4. september 2022 20:36
Fjórar byrlanir tilkynntar til lögreglu Lögregluþjónar höfðu aftur nóg fyrir stefni vegna margra útkalla og verkefna í nótt. Fjórar tilkynningar um mögulegar byrlanir bárust lögreglu. Málin eru í rannsókn og var blóðsýni tekið úr öllum þolendum. 4. september 2022 07:30