Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Þjóðskrár. Þar segir að alls hafi 228.064 einstaklingar verið skráðir í þjóðkirkjuna 1. september síðastliðnum, sem eru 1.202 færri en 1. desember síðastliðinn. Þjóðkirkjan er þrátt fyrir það langfjölmennasta trúfélag landsins.
„Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.726 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 11 á áðurnefndu tímabili eða um 0,1 prósent.“
Siðmennt á skriði
Á sama tímabili varð fjölgunin mest í Siðmennt. Þar fjölgaði um 403 meðlimi, sem er fjölgun upp á 8,7 prósent. Hlutfallslega var fjölgunin mest í ICCI trúfélagi, eða 35,9 prósent, og telur félagið nú 341 meðlim. Einnig varð töluverð hlutfallsleg fjölgun í Hjálpræðisherinn trúfélag um 27,2 prósent en nú eru skráðir 201 meðlimir í félagið.
Þá eru 29.773 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga hér á landi, eða 7,8 prósent landsmanna.