„Það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni“ Óttar Kolbeinsson Proppé og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 8. september 2022 15:01 Kristín Davíðsdótti, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Vísir/Egill Rusl, gamlar sprautur og tjöld heimilislausra eru algeng sjón þegar rölt er um Öskjuhlíðina. Hún hefur lengi verið eitt helsta afdrep heimilislausra sem komast ekki að í neyðarskýlum borgarinnar. Talsmaður skaðaminnkunarteymis Frú Ragnheiðar kallar eftir meira húsnæði fyrir hópinn. Framkvæmdastjóri hjá velferðarsviði borgarinnar segir húsnæðisvanda til staðar en að reynt sé eftir fremsta megni að bæta þjónustuna. Öskjuhlíðin er eitthvert vinsælasta græna útivistarsvæði borgarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni virðist umhirða á svæðinu þó verulega ábótavant. Í gær mátti þar finna, á stað skammt frá líkamsræktarstöð Mjölnis, yfirgefið tjald og alls kyns vistir eftir þann sem hafði búið í því. Þegar Fréttastofa mætti á svæðið hafði Reykjavíkurborg greinilega tekið sig til og var búin að fjarlægja mest allt ruslið. Þar voru þó greinilega leifar eftir tjald, eiturlyfjaspjöld, pokar og sprautunálar. Ruslið sem fréttastofa fann í Öskjuhlíðinni.Vísir/Egill Það eru helst heimilislausir fíklar sem bregða á það ráð að verða sér úti um tjald og koma sér einhvers staðar fyrir. Hér að neðan má til dæmis sjá eitt þeirra skammt frá leikskólanum Öskju. Tjald sem varð á vegi fréttastofu í Öskjuhlíð.Vísir/Egill Skaðaminnkunarsamtökin Frú Ragnheiður sjá um að aðstoða þennan hóp. „Það sem við sjáum alltaf á sumrin er að fólk sækir mun meira í það að fá tjöld og útilegubúnað hjá okkur. Og það er fyrst og fremst vegna þess að það er að leitast eftir því að fá að vera í friði. Þetta er aðallega fólk sem að gistir í neyðarskýlunum og í neyðarskýlunum eru náttúrulega margir í hverju herbergi, áreiti, erill og fólk hefur í rauninni bara ekkert næði,“ segir Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Rekstraraðilar á svæðinu sem fréttastofa talaði við í dag höfðu margir áhyggjur af ástandinu og umgengni svæðisins þar sem mörg börn leika sér gjarnan. Aukning í hópi fíkla sem eigi ekki í nein hús að venda Aðspurð hvort hægt sé að leysa stöðuna með einhverjum hætti segir Kristín svo vera. „Já, ef fólk hefði húsnæði þá væri það náttúrulega ekki í þessari stöðu og þá þyrfti það ekki að vera að tjalda einhvers staðar úti því það segir sig alveg sjálft að það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni eða "búa" ef við getum sagt sem svo,“ segir Kristín. Því kalla samtökin eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu setji meiri áherslu á málaflokkinn og útvegi fíklum sem ekki eiga í nein hús að vernda húsnæði. Þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu í þeim hópi á síðustu árum. „Það vantar húsnæði. Neyðarskýli ætti alltaf að vera síðasta úrræði og það er náttúrulega bara neyðarskýli. En þetta sýnir hins vegar bara fram á hvað það er stór hluti einstaklinga sem er húsnæðislaus og vantar heimili. Og það er eitthvað sem vantar tilfinnanlega. Það er ekki bara hjá Reykjavíkurborg, það eru öll sveitarfélögin í kring,“ segir Kristín. Fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum Sigþrúður Erla Arnadóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, segir vettvangs og ráðgjafateymi hafa farið á staðinn um leið og þau fréttu að fólk væri að halda til þar. „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því að þarna eru tjöld og það er vetur fram undan. Við viljum vera viss um það að fólk viti af því að það eru neyðarskýli og það er hægt að leita annarra úrræða,“ segir hún. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar.Vísir Hvað húsnæðismálin varðar bendir Sigþrúður á að það sé húsnæðisvandi í borginni og víðar, sem bitni ekki síst á jaðarsettum hópum. Reynt sé eftir fremsta megni að aðstoða einstaklinga við að finna viðeigandi húsnæði. „Til þess sjáum við að það þurfi ákveðin úrræði sem að sum hver eru til en gætu verið fleiri, við erum bara að meta stöðuna, og síðan að aðstoða fólk við að ná þessari færni, að geta haldið utan um sitt húsnæði sjálft, þegar það finnst,“ segir hún. Sífellt sé verið að þróa verkferla með það að sjónarmiði að bæta stöðu viðkvæmasta hópsins. „Við erum að fara yfir stefnumótun Reykjavíkurborgar, það er verið að fara og meta þau verkefni sem að hafa farið af stað, og verið að skoða hvar kreppir skóinn og hvernig við getum bætt þessa þjónustu sem við erum að veita inn í hópinn,“ segir Sigþrúður. Reykjavík Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Öskjuhlíðin er eitthvert vinsælasta græna útivistarsvæði borgarinnar. Eins og Morgunblaðið greindi frá í vikunni virðist umhirða á svæðinu þó verulega ábótavant. Í gær mátti þar finna, á stað skammt frá líkamsræktarstöð Mjölnis, yfirgefið tjald og alls kyns vistir eftir þann sem hafði búið í því. Þegar Fréttastofa mætti á svæðið hafði Reykjavíkurborg greinilega tekið sig til og var búin að fjarlægja mest allt ruslið. Þar voru þó greinilega leifar eftir tjald, eiturlyfjaspjöld, pokar og sprautunálar. Ruslið sem fréttastofa fann í Öskjuhlíðinni.Vísir/Egill Það eru helst heimilislausir fíklar sem bregða á það ráð að verða sér úti um tjald og koma sér einhvers staðar fyrir. Hér að neðan má til dæmis sjá eitt þeirra skammt frá leikskólanum Öskju. Tjald sem varð á vegi fréttastofu í Öskjuhlíð.Vísir/Egill Skaðaminnkunarsamtökin Frú Ragnheiður sjá um að aðstoða þennan hóp. „Það sem við sjáum alltaf á sumrin er að fólk sækir mun meira í það að fá tjöld og útilegubúnað hjá okkur. Og það er fyrst og fremst vegna þess að það er að leitast eftir því að fá að vera í friði. Þetta er aðallega fólk sem að gistir í neyðarskýlunum og í neyðarskýlunum eru náttúrulega margir í hverju herbergi, áreiti, erill og fólk hefur í rauninni bara ekkert næði,“ segir Kristín Davíðsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar hjá Rauða krossinum. Rekstraraðilar á svæðinu sem fréttastofa talaði við í dag höfðu margir áhyggjur af ástandinu og umgengni svæðisins þar sem mörg börn leika sér gjarnan. Aukning í hópi fíkla sem eigi ekki í nein hús að venda Aðspurð hvort hægt sé að leysa stöðuna með einhverjum hætti segir Kristín svo vera. „Já, ef fólk hefði húsnæði þá væri það náttúrulega ekki í þessari stöðu og þá þyrfti það ekki að vera að tjalda einhvers staðar úti því það segir sig alveg sjálft að það er ekki óskastaða neins að búa í tjaldi í Öskjuhlíðinni eða "búa" ef við getum sagt sem svo,“ segir Kristín. Því kalla samtökin eftir því að sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu setji meiri áherslu á málaflokkinn og útvegi fíklum sem ekki eiga í nein hús að vernda húsnæði. Þau hafa fundið fyrir mikilli aukningu í þeim hópi á síðustu árum. „Það vantar húsnæði. Neyðarskýli ætti alltaf að vera síðasta úrræði og það er náttúrulega bara neyðarskýli. En þetta sýnir hins vegar bara fram á hvað það er stór hluti einstaklinga sem er húsnæðislaus og vantar heimili. Og það er eitthvað sem vantar tilfinnanlega. Það er ekki bara hjá Reykjavíkurborg, það eru öll sveitarfélögin í kring,“ segir Kristín. Fara yfir stefnumótun borgarinnar í málaflokknum Sigþrúður Erla Arnadóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar, segir vettvangs og ráðgjafateymi hafa farið á staðinn um leið og þau fréttu að fólk væri að halda til þar. „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því að þarna eru tjöld og það er vetur fram undan. Við viljum vera viss um það að fólk viti af því að það eru neyðarskýli og það er hægt að leita annarra úrræða,“ segir hún. Sigþrúður Erla Arnardóttir, framkvæmdastjóri Vesturmiðstöðvar.Vísir Hvað húsnæðismálin varðar bendir Sigþrúður á að það sé húsnæðisvandi í borginni og víðar, sem bitni ekki síst á jaðarsettum hópum. Reynt sé eftir fremsta megni að aðstoða einstaklinga við að finna viðeigandi húsnæði. „Til þess sjáum við að það þurfi ákveðin úrræði sem að sum hver eru til en gætu verið fleiri, við erum bara að meta stöðuna, og síðan að aðstoða fólk við að ná þessari færni, að geta haldið utan um sitt húsnæði sjálft, þegar það finnst,“ segir hún. Sífellt sé verið að þróa verkferla með það að sjónarmiði að bæta stöðu viðkvæmasta hópsins. „Við erum að fara yfir stefnumótun Reykjavíkurborgar, það er verið að fara og meta þau verkefni sem að hafa farið af stað, og verið að skoða hvar kreppir skóinn og hvernig við getum bætt þessa þjónustu sem við erum að veita inn í hópinn,“ segir Sigþrúður.
Reykjavík Fíkn Málefni heimilislausra Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda