Tollur á franskar hafi kostað neytendur 800 milljónir frá upphafi 2020 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. september 2022 23:05 Franskar, sambærilegar þeim sem gefur að líta á þessari mynd, eru ekki lengur framleiddar hér á landi. Franskarnar á myndinni eru erlendar. Getty Íslenskir neytendur hafa greitt rúmlega 800 milljónir króna í tolla af frönskum kartöflum frá upphafi ársins 2020, samkvæmt útreikningum Félags atvinnurekenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að útreikningarnir byggi á tölum Hagstofunnar um innflutning. „Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tímabilinu hafi verið fluttar til landsins franskar kartöflur fyrir 1,7 milljarða. Innflutningurinn hafi verið meiri í krónum talið á síðasta ári heldur en 2020. Þá hafi verið greiddar 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefni í frekari aukningu og í lok júlí hafi neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum. Verndartollur sem ekkert verndar „Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.“ Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar sýni svart á hvítu hve mikið sé í húfi fyrir neytendur, verslun og veitingageirann að fella niður „verndartoll sem ekkert verndar lengur.“ Með þessum orðum á Ólafur við þær fréttir sem bárust í ágúst, að eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. „Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir,“ er haft eftir Ólafi. „Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“ Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu, en þar segir að útreikningarnir byggi á tölum Hagstofunnar um innflutning. „Tollar hækka innflutningsverð franskra kartaflna um ríflega 46% og útsöluverð til neytenda hækkar í samræmi við það. Félag atvinnurekenda hefur sent fjármálaráðherra erindi og bent á að verndartollur á franskar kartöflur verndi ekkert lengur, eftir að eini innlendi framleiðandi vörunnar hætti framleiðslu. Engin svör hafa fengist við erindinu,“ segir í tilkynningu. Þar kemur fram að á tímabilinu hafi verið fluttar til landsins franskar kartöflur fyrir 1,7 milljarða. Innflutningurinn hafi verið meiri í krónum talið á síðasta ári heldur en 2020. Þá hafi verið greiddar 300 milljónir króna í tolla. Í ár stefni í frekari aukningu og í lok júlí hafi neytendur þegar staðið undir 237,6 milljóna króna tollgreiðslum. Verndartollur sem ekkert verndar „Fullur tollur á franskar kartöflur er 76% og stendur í vegi fyrir innflutningi frá ríkjum sem ekki hafa fríverslunarsamning við Ísland um lægri toll. Tölur Hagstofunnar sýna að innflutningur frá þeim ríkjum er hverfandi. Þannig voru fluttar inn franskar kartöflur frá Bandaríkjunum á tímabilinu fyrir um átta milljónir króna og frá Tyrklandi fyrir um 95 þúsund krónur. Innflutningurinn kemur nánast eingöngu frá ríkjum Evrópusambandsins og Kanada, en samkvæmt fríverslunarsamningum er tollur á franskar kartöflur frá þeim ríkjum „aðeins“ 46%.“ Haft er eftir Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, að tölurnar sýni svart á hvítu hve mikið sé í húfi fyrir neytendur, verslun og veitingageirann að fella niður „verndartoll sem ekkert verndar lengur.“ Með þessum orðum á Ólafur við þær fréttir sem bárust í ágúst, að eini íslenski framleiðandi franskra kartafla, Þykkvabæjar, sé hættur framleiðslu á vörunni. „Tollarnir nema 300-400 milljónum á ári og á tímum þegar matarverð hækkar stöðugt munar um slíkar fjárhæðir,“ er haft eftir Ólafi. „Besta svarið frá fjármálaráðherranum væri frumvarp um niðurfellingu tollsins strax á haustþinginu.“
Skattar og tollar Matvælaframleiðsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þurfi að laga meingallaða tolla er varða súkkulaði og franskar Fjármálaráðherra telur óásættanlegt að erlent vinnuafl njóti ívilnana í skjóli tolla - og telur að stjórnvöld þurfi að vera virkari í að laga umhverfið að þörfum nútímans. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir borðleggjandi að tollar sem vernda enga íslenska framleiðslu verði afnumdir til að lækka verð. 1. september 2022 15:56