Skytturnar frá Lundúnum hafa byrjað tímabilið vel þó svo að liðið hafi tapað gegn Manchester United. Það eru liðin tvö sem Gracenote spáir hvað bestu gengi í keppninni.
Arsenal er talið eiga 12 prósent líkur á að vinna eins og staðan er í dag á meðan það eru níu prósent líkur að Man United vinni keppnina. Líkurnar breytast umferð frá umferð þar sem enn er óvíst hvaða lið falla úr Meistaradeild Evrópu og niður í Evrópudeildina.
Real Betis á svo fimm prósent líkur og lærisveinar José Mourinho í Roma eiga fjögur prósent líkur en liðið vann Sambandsdeild Evrópu á síðustu leiktíð.
Evrópudeildin hefst í dag og verður fjöldi leikja sýndur beint á rásum Stöðvar 2 Sport. Þar ber helst að nefna leik Man United og Real Sociedad. Hér að neðan má sjá dagskrá kvöldsins í Evrópudeildinni.
16.35 Malmö-Braga, Stöð 2 Sport 2
16.35 Ludogorets-Roma, Stöð 2 Sport 3
18.50 Manchester United-Real Sociedad, Stöð 2 Sport 2
18.50 Lazio-Feyenoord, Stöð 2 Sport 4