Yfirheyrslum yfir feðgunum ekki lokið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. september 2022 11:50 Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi Eystra segir enn verið að yfirheyra fólk vegna árásar á Blönduósi þar sem tvö létust í síðasta mánuði. Rannsóknin sé viðamikil og allir fletir málsins þar á meðal aðdragandinn. Vísir Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur ekki lokið skýrslutöku yfir feðgum sem hafa stöðu sakbornings eftir árás á Blönduósi í síðasta mánuði þar sem tvennt lést. Lögreglustjórinn segir málið ekki fullrannsakað og enn sé verið að yfirheyra aðila sem tengjast því. Réttarkrufningu hinna látnu sé lokið. Faðirinn, Kári Kárason sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið fyrstu skýrslu af báðum mönnunum. Feðgarnir hafa báðir fengið tilnefnda verjendur en það gerist sjálfkrafa þegar fólk fær fær réttarstöðu sakbornings. Fram hefur komið að það styrki stöðu föðurins að fá stöðu sakbornings í málinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins miða vel en eftir eigi að taka fleiri skýrslur af feðgunum og fleirum sem tengjast málinu. „Það er verið að vinna að því að taka frekari skýrslu í málinu af fleiri aðilum líka en þeim að sjálfsögðu líka,“ segir Páley. Páley segir alla fleti málsins rannsakað. „Eins og alltaf er í alvarlegum sakamálum þá rannsökum við aðdraganda þeirra og stöðu og hagi aðila einnig og það er að sjálfsögðu gert í þessu máli,“ segir hún. Aðspurð um hvort rannsakað sé hvers vegna árásarmaðurinn var ekki sviptur byssuleyfi en það var í ferli svarar Páley. „Við rannsökum aðdragandann í heild . Það er ekkert undanskilið þar,“ segir Páley. Hún segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. „Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær rannsókn lýkur en þessi rannsókn er yfirgripsmikil. Það er margt sem við erum enn að bíða eftir og liggur ekki fyrir“ segir hún. Réttarkrufningu lokið Páley segir réttarkrufningu fólksins sem lést í árásinni lokið en lögregla eigi eftir að fá niðurstöðurnar til sín. Aðspurð um hvort lögreglan muni blása til blaðamannafundar þegar málið liggur fyrir, í ljósi þess hversu stórt það var á íslenskan mælikvarða, svarar Páley: „Það er í raun allt opið með það og kemur til skoðunar þegar það er tímabært.“ Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21 Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14 Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Faðirinn, Kári Kárason sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur tekið fyrstu skýrslu af báðum mönnunum. Feðgarnir hafa báðir fengið tilnefnda verjendur en það gerist sjálfkrafa þegar fólk fær fær réttarstöðu sakbornings. Fram hefur komið að það styrki stöðu föðurins að fá stöðu sakbornings í málinu. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra segir rannsókn málsins miða vel en eftir eigi að taka fleiri skýrslur af feðgunum og fleirum sem tengjast málinu. „Það er verið að vinna að því að taka frekari skýrslu í málinu af fleiri aðilum líka en þeim að sjálfsögðu líka,“ segir Páley. Páley segir alla fleti málsins rannsakað. „Eins og alltaf er í alvarlegum sakamálum þá rannsökum við aðdraganda þeirra og stöðu og hagi aðila einnig og það er að sjálfsögðu gert í þessu máli,“ segir hún. Aðspurð um hvort rannsakað sé hvers vegna árásarmaðurinn var ekki sviptur byssuleyfi en það var í ferli svarar Páley. „Við rannsökum aðdragandann í heild . Það er ekkert undanskilið þar,“ segir Páley. Hún segir erfitt að segja til um hvenær rannsókn ljúki. „Það er ekki hægt að segja til um það núna hvenær rannsókn lýkur en þessi rannsókn er yfirgripsmikil. Það er margt sem við erum enn að bíða eftir og liggur ekki fyrir“ segir hún. Réttarkrufningu lokið Páley segir réttarkrufningu fólksins sem lést í árásinni lokið en lögregla eigi eftir að fá niðurstöðurnar til sín. Aðspurð um hvort lögreglan muni blása til blaðamannafundar þegar málið liggur fyrir, í ljósi þess hversu stórt það var á íslenskan mælikvarða, svarar Páley: „Það er í raun allt opið með það og kemur til skoðunar þegar það er tímabært.“
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Tengdar fréttir Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21 Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14 Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Efna til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs á Blönduósi Efnt hefur verið til söfnunar fyrir fjölskyldu Brynjars Þórs Guðmundssonar sem grunaður er um að hafa orðið konu að bana á Blönduósi og sært eiginmann hennar alvarlega. Brynjar Þór lést í kjölfarið og er atburðarásin til rannsóknar hjá lögreglu. 3. september 2022 00:21
Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. 31. ágúst 2022 13:14
Feðgarnir með stöðu sakbornings Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi sunnudaginn 21. ágúst, og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í málinu. Eiginkona Kára, Eva Hrund Pétursdóttir, lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili Kára og Evu vopnaður skotvopni. 31. ágúst 2022 08:59