Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2022 20:31 Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022. The Royal Family Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Fleiri fréttir Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Sjá meira
Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Fleiri fréttir Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Sjá meira
Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31
Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent