Fótbolti

Þýska toppliðið marði sigur og lærisveinar Mourinho töpuðu

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma þurftu að sætta sig við svekkjandi tap í kvöld.
Jose Mourinho og lærisveinar hans í Roma þurftu að sætta sig við svekkjandi tap í kvöld. Fabio Rossi/AS Roma via Getty Images

Evrópudeild UEFA í knattspyrnu hófst í kvöld með heilli umferð, en alls fóru 16 leikir fram. Þýska toppliðið Freiburg vann nauman 2-1 sigur gegn Qarabag frá Aserbaídsjan á meðan lærisveinar Jose Mourinho í Roma töpuðu 2-1 gegn Ludogorets Razgrad.

Öll mörkin í leik Freiburg og Qarabag voru skoruð í fyrri hálfleik á meðan öll mörkin í leik Ludogorets og Roma voru skoruð í þeim síðari.

Heimamenn í Freiburg tóku forystuna gegn Qarabag strax á sjöundu mínútu með marki af vítapunktinum áður en liðið tvöfaldaði forystu sína átta mínútum síðar. Gestirnir minnkuðu muninn stuttu fyrir hálfleikshlé, en nær komust þeir ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur Freiburg.

Heldur meiri dramatík var í leik Ludogorets og Roma þar sem öll mörkin voru skoruð á seinustu tuttugu mínútum leiksins. Heimamenn í Ludogorets náðu forystunni á 72. mínútu áður en lærisveinar Mourinho jöfnuðu metin tæpum fimm mínútum fyrir leikslok.

Leikmenn Roma gátu þó ekki leyft sér að fagna lengi því heimamenn tóku forystuna á ný tveimur mínútum síðar og tryggðu sér þar með 2-1 sigur.

Úrslit kvöldsins

A-riðill

FC Zurich 1-2 Arsenal

PSV Eindhoven 1-1 Bodö/Glimt

B-riðill

AEK Larnaca 1-2 Rennes

Fenerbache 2-1 Dynamo Kyiv

C-riðill

HJK Helsinki 0-2 Real Betis

Ludogorets Razgrad 2-1 Roma

D-riðill

Malmö 0-2 SC Braga

Union Berlin 0-1 Union St. Gilloise

E-riðill

Manchester United 0-1 Real Sociedad

Omonia Nicosia 0-2 Sheriff Tiraspol

F-riðill

Lazio 4-2 Feyenoord

Sturm Graz 1-0 Midtjylland

G-riðill

Freiburg 2- Qarabag

Nantes 2-1 Olympiacos

H-riðill

Ferencvaros 3-2 Trabzonspor

FK Crvena Zvevda 0-1 Monaco




Fleiri fréttir

Sjá meira


×