Umboðsmenn þénuðu tæpa 70 milljarða í sumarglugganum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. september 2022 07:00 Umboðsmaður Antony Santos fékk líklega væna summu þegar leikmaðurinn var keyptur til Manchester United á rúmlega 80 milljónir punda. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Umboðsmenn knattspyrnumanna þurfa margir hverjir ekki að hafa áhyggjur af því að eiga ekki fyrir salti í grautinn á næstunni. Samkvæmt alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA þénuðu þeir tæplega 431 milljón punda í félagsskiptaglugga sumarsins sem lokaði í seinustu viku. Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins. Enski boltinn FIFA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Það samvarar rétt tæplega 70 milljörðum íslenskra króna, en FIFA birti í gær skjáskot sem sýndi greiningu á hinum alþjóðlega leikmannamarkaði. Þar mátti sjá að umboðsmenn karlkyns knattspyrnumanna fengu um það bil tíu prósent af kökunni, en heildarverðmæti leikmanna í sumar var um 4,36 milljarðar punda. Það er tæplega 30 prósent hærri tala en í fyrra. Þá vekur einnig athygli að umboðsmenn eru nú að taka hlutfallslega mun stærri sneið af kökunni en hér áður fyrr. Á seinustu tíu árum hafa umboðsmenn farið úr því að taka að meðaltali 6,1 prósent í þjónustugjald (e. service fee) upp í 9,9 prósent. FIFA have been crunching the transfer numbers. https://t.co/c25lJZ5ZDk— Simon Stone (@sistoney67) September 8, 2022 Allskonar félagsskiptamet Það má með sanni segja að félagsskiptaglugginn í sumar hafi slegið hvert metið á fætur öðru. Fjöldi félagsskipta jókst bæði í karla- og kvennaboltanum frá því í fyrra, enska úrvalsdeildin eyddi metfé og svo mætti lengi telja. Alls voru gerð 684 alþjóðleg félagsskipti í kvennaboltanum, en það er 14,4 prósent aukning frá því í fyrra, á meðan 16,2 prósent aukning varð í karlaboltanum þar sem 9.717 alþjóðleg félagsskipti fóru fram. Eins og var greint frá hér á Vísi á dögunum þá eyddu lið í ensku úrvalsdeildinni langmest af öllum deildum í heiminum þar sem heildarupphæðin fór upp í 1,9 milljarð punda. Manchester United, Chelsea og Nottingham Forest bættu einnig met í glugganum. United gerði Brasilíumanninn Antony að dýrasta leikmanni gluggadagsins frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar þegar félagið keypti hann á 81,3 milljónir punda, Chelsea eyddi meira fé í sumar en nokkurt enskt úrvalsdeildarfélag hefur gert áður en félagið eyddi yfir 260 milljónum punda og Nottingham Forest keypti fleiri leikmenn á einu sumri en nokkurt enskt félag hefur gert áður, eða 21 talsins.
Enski boltinn FIFA Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira