Braithwaite spilaði bæði með Messi og Dembélé hjá Barcelona en Braithwaite var einn af þeim leikmönnum sem spænska félagið vildi losna við í sumar en framherjinn skipti yfir til Espanyol eftir að hafa verið hjá Barcelona síðustu tvö ár.
„Dembélé er mjög góður og mér líkar við hann. Hann hefur mikla hæfileika, ég hef aldrei séð neitt slíkt áður. Messi er eitthvað annað en ég hef samt aldrei séð neinn eins og Dembélé,“ sagði Braitwaite í viðtali á katalónskri útvarpsstöð.
Eftir komu Robert Lewandowski til Barcelona þá var ekki lengur pláss fyrir Braitwaite í fremstu víglínu. Daninn telur að Lewandowski eigi eftir að skora fullt af mörkum fyrir Barcelona en segir Dembélé samt vera mikilvægari en Lewandowski fyrir Barcelona
„Hæfileikar Dembélé hafa meiri áhrif á leikinn miðað við það sem Lewandowski býður upp á,“ bætti Braitwaite við.
Dembélé lagði upp tvö mörk í sigri 5-1 Barcelona á Viktoria Plzen í Meistardeildinni á miðvikudag. Alls hefur Dembélé skorað eitt og lagt upp fjögur mörk í fimm leikjum á þessu tímabili.