Arnar Freyr Arnarsson og félagar í Melsungen gerðu jafntefli við Lemgo í hörkuleik, 25-25 í úrvalsdeildinni.
Arnar Freyr gerði tvö mörk úr tveimur skotum.
Í sömu deild mættust Flensburg og Hannover Burgdorf þar sem Teitur Örn Einarsson gerði fimm mörk úr fimm skotum í öruggum sigri Flensburg en leiknum lauk 25-35 fyrir Flensburg.
Í þýsku B-deildinni vann Íslendingalið Balingen öruggan sjö marka sigur á Lubeck, 28-21 þar sem Daníel Þór Ingason gerði fjögur mörk og Oddur Gretarsson þrjú.