Munar einu þingsæti þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða Atli Ísleifsson skrifar 12. september 2022 07:41 Ljóst þykir að annað hvort Magdalena Andersson, formaður Jafnaðarmanna, eða Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, verður næsti forsætisráðherra Svíþjóðar. AP Hægri blokkin í sænskum stjórnmálum fær 175 þingsæti en vinstri blokkin 174 samkvæmt bráðabirgðatölum frá kjörstjórn, nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða í sænsku þingkosningunum sem fram fóru í gær. Líklegt er að endanleg niðurstaða muni ekki liggja fyrir fyrr en á miðvikudag. Sænska ríkissjónvarpið segir að um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma hafi verið búið að telja atkvæðin í 6.243 umdæmum af samtals 6.578, sem samsvarar um 95 prósent atkvæða. Líkt og búist var við er Jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrr stærstur og hefur fengið um 30,5 prósent atkvæða, rúmum tveimur prósentum meira en í þingkosningunum 2018. Svíþjóðardemókratar eru af flestum taldir vera stóru sigurvegarar kosninganna, en þeir fá 20,6 prósent atkvæða og verða næststærsti flokkurinn á þingi, stærri en hægriflokkurinn Moderaterna, sem eru nú með 19,1 prósent atkvæða. Ljóst má vera að allir þeir átta flokkar sem áttu sæti á þingi á liðnu kjörtímabili hafa fengið nægjanlegt fylgi, það er meira en fjögur prósent atkvæða, til að vera áfram með fulltrúa á þingi. Flestir flokkar með minna fylgi en 2018 Miðflokkurinn fékk samkvæmt bráðabirgðatölum 6,7 prósent atkvæða, Vinstriflokkurinn 6,6 prósent, Kristilegir demókratar 5,4 prósent, Græningjar 5,0 prósent og Frjálslyndir 4,6 prósent. Aðrir flokkar ná svo samtals 1,5 prósent atkvæða. Allir flokkarnir, að Græningjum frátöldum, missa fylgi frá síðustu kosningum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fær hægri blokkin – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – 175 þingsæti, á meðan vinstri blokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn – 174 þingsæti. 47 þúsund atkvæði skilja nú blokkirnar að þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnar í gærkvöldi. Flokkurinn er nú næststærstur á sænska þinginu.AP Vill ekki fagna of snemma Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, segist ekki vilja fagna of snemma, enda eigi enn eftir að telja öll atkvæði og mjótt er á munum. Hann segist þó vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda nýja ríkisstjórn. Slíkt gæti þó reynst þrautinni þyngri þar sem Frjálslyndir hafa lítinn áhuga á að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötum. Þrátt fyrir að bæta við sig fylgi kann svo að fara að Jafnaðarmenn missi nú völd í landinu, en Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, segist stolt af kosningabaráttu flokksins og að hún vilji bíða og sjá hver niðurstaðan verður þegar búið sé að telja öll atkvæði. Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Sænska ríkissjónvarpið segir að um klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma hafi verið búið að telja atkvæðin í 6.243 umdæmum af samtals 6.578, sem samsvarar um 95 prósent atkvæða. Líkt og búist var við er Jafnaðarmannaflokkurinn sem fyrr stærstur og hefur fengið um 30,5 prósent atkvæða, rúmum tveimur prósentum meira en í þingkosningunum 2018. Svíþjóðardemókratar eru af flestum taldir vera stóru sigurvegarar kosninganna, en þeir fá 20,6 prósent atkvæða og verða næststærsti flokkurinn á þingi, stærri en hægriflokkurinn Moderaterna, sem eru nú með 19,1 prósent atkvæða. Ljóst má vera að allir þeir átta flokkar sem áttu sæti á þingi á liðnu kjörtímabili hafa fengið nægjanlegt fylgi, það er meira en fjögur prósent atkvæða, til að vera áfram með fulltrúa á þingi. Flestir flokkar með minna fylgi en 2018 Miðflokkurinn fékk samkvæmt bráðabirgðatölum 6,7 prósent atkvæða, Vinstriflokkurinn 6,6 prósent, Kristilegir demókratar 5,4 prósent, Græningjar 5,0 prósent og Frjálslyndir 4,6 prósent. Aðrir flokkar ná svo samtals 1,5 prósent atkvæða. Allir flokkarnir, að Græningjum frátöldum, missa fylgi frá síðustu kosningum. Samkvæmt bráðabirgðatölum fær hægri blokkin – Moderaterna, Svíþjóðardemókratar, Kristilegir demókratar og Frjálslyndir – 175 þingsæti, á meðan vinstri blokkin – Jafnaðarmenn, Miðflokkurinn, Græningjar og Vinstriflokkurinn – 174 þingsæti. 47 þúsund atkvæði skilja nú blokkirnar að þegar búið er að telja 95 prósent atkvæða. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, fagnar í gærkvöldi. Flokkurinn er nú næststærstur á sænska þinginu.AP Vill ekki fagna of snemma Ulf Kristersson, formaður Moderaterna, segist ekki vilja fagna of snemma, enda eigi enn eftir að telja öll atkvæði og mjótt er á munum. Hann segist þó vilja gera allt sem í sínu valdi stendur til að mynda nýja ríkisstjórn. Slíkt gæti þó reynst þrautinni þyngri þar sem Frjálslyndir hafa lítinn áhuga á að mynda stjórn með Svíþjóðardemókrötum. Þrátt fyrir að bæta við sig fylgi kann svo að fara að Jafnaðarmenn missi nú völd í landinu, en Magdalena Andersson, forsætisráðherra og formaður Jafnaðarmanna, segist stolt af kosningabaráttu flokksins og að hún vilji bíða og sjá hver niðurstaðan verður þegar búið sé að telja öll atkvæði.
Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07 Mest lesið Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Hægriblokkin tekur forystuna í æsispennandi kosningum Hægriblokkin í sænskum stjórnmálum hefur tekið forystuna í æsispennandi þingkosningum. Nú þegar um áttatíu prósent atkvæða hafa verið talin leiðir hægriblokkin með einu þingsæti. 11. september 2022 22:07