„Hefur vantað sjálfstraust“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 16:31 Steven Lennon og Matthías Vilhjálmsson þekkja það vel að skora mörk, þó að gengi FH hafi verið dapurt í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon
Besta deild karla FH Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira