„Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 14:01 Selfoss þarf líklega á miklu framlagi frá Guðmundi Hólmari Helgasyni að halda í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku. Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Í bann fyrir að kasta flösku í barn Körfubolti Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira