„Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu?“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 14:01 Selfoss þarf líklega á miklu framlagi frá Guðmundi Hólmari Helgasyni að halda í vetur. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Þetta verður rosalega langt tímabil fyrir Selfyssinga,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, ómyrkur í máli eftir afhroðið sem Selfoss hlaut gegn Fram í fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta í síðustu viku. Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Selfoss varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 2019 en í ár þykir liðið alls ekki líklegt til afreka og ljóst að Þórir Ólafsson á fyrir höndum afar krefjandi fyrsta tímabil sem aðalþjálfari liðsins. „Ég veit að þetta er fyrsta umferð og allt það en miðað við andleysið sem við sáum í Selfossliðinu í þessum leik, á móti Fram sem er lið sem spáð hefur verið í kringum þá, þá eru svona 300 spurningar sem maður spyr sig í kjölfarið,“ sagði Arnar Daði í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport á föstudagskvöld. „Eru réttu mennirnir í Selfossi til að taka liðið áfram í þeim fasa sem það er í? Er Atli Ævar að nenna þessu? Er Guðmundur Hólmar að nenna þessu, þrítugur og með engar tengingar til félagsins?“ spurði Arnar Daði en Atli og Guðmundur eru tveir af reynslumestu og bestu mönnum Selfossliðsins. Guðmundur, sem er Akureyringur, valdi Selfoss þegar hann sneri heim úr atvinnumennsku sumarið 2020. Umræðuna úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Selfoss Þeir Ragnar Jóhannsson og Einar Sverrisson flokkast einnig sem lykilmenn Selfoss en eru meiddir, og Arnari Daða líst engan veginn á þá stöðu sem Selfyssingar eru í við upphaf nýs tímabils: „Hvað er planið hjá Selfossi í dag?“ spurði Arnar Daði og kvaðst skammast sín fyrir spá Handkastsins um að Selfoss myndi enda í 7. sæti. Þurfa að vera heilir heilsu og nenna þessu „Rökin fyrir því,“ sagði Theodór Ingi Pálmason, „eru að þeir eru með Vilius Rasimas í markinu, þeir eru með Guðmund Hólmar, Ragnar Jóhannsson, Einar Sverrisson, Atla Ævar á línunni… flottan öxul í rauninni. En til að Selfoss geri eitthvað í vetur þurfa þessir leikmenn í fyrsta lagi að vera heilir, mótiveraðir og nenna þessu,“ sagði Theodór Ingi og bætti við: „Þessir ungu strákar, kannski ef við tökum frá Ísak Gústafsson sem er kominn með ágæta reynslu, eru bara ekki orðnir nógu góðir til að bera þetta lið uppi. Þetta eru ekki strákar á sama stigi og þegar við sáum Hauk Þrastarson, Hergeir Grímsson og Elvar Örn Jónsson koma upp. Þessir ungu strákar þurfa á því að halda að þessir eldri og reyndari leikmenn taki keflið og þeir geti þá bætt við. Þessi leikur hjá Selfyssingum var gríðarleg vonbrigði því ég bjóst við miklu meira af þeim.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla UMF Selfoss Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti