Umrædd mótmæli áttu sér stað árið 2020 þar sem verið var að mótmæla yfirvöldum landsins og krafist endurskipulagningar á konungsstjórn landsins. Ein þeirra sem mótmæltu var kona sem klæddi sig í gervi drottningarinnar.

Konan heitir Jatuporn Saeoueng og er 25 ára gömul. Hún þarf þó að dúsa í fangelsi þar til hún er orðin 27 ára vegna atviksins eftir að hafa í gær verið dæmd til tveggja ára fangelsisvistar. Saeoueng sagðist einungis vera að klæðast hefðbundnum taílenskum kjól og að hún hafi ekki með neinum hætti verið að reyna að móðga drottninguna.
Alls hafa 210 aðgerðasinnar verið handteknir í Taílandi síðustu tvö ár fyrir að móðga konungsfjölskylduna í landinu.