Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2022 15:00 Úkraínskir hermenn á ferðinni í Kharkív-héraði. AP/Kostiantyn Liberov Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson. Samkvæmt heimildum New York Times hófst undirbúningurinn að aðgerðum Úkraínumanna þegar Selenskí sagði herforingjum sínum að hann vildi sýna fram á að þeir gætu unnið stríðið og rekið Rússa á brott. Það vildu Úkraínumenn gera fyrir haustið, áður en þrýstingur myndi aukast á ríkisstjórnir Evrópu vegna skorts á jarðgasi frá Rússlandi. Fyrstu drög þóttu ekki góð Fyrst drög að gagnsókninni munu eingöngu hafa snúið að Kherson og því að skera á birgðalínur Rússa til Maríupól. Sú áætlun þótti ekki líklegt til árangurs og var talið að mannfall yrði of mikið. Á þessum tíma voru Rússar að sækja hægt og rólega fram á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu með því að beita yfirburðum sínum í stórskotaliði og var mannfall meðal Úkraínumanna mikið. Þeir leituðu því til Bandaríkjamanna og Breta til aðstoðar. Úkraínumenn tóku eftir því að Rússar væru að senda sínar bestu sveitir til Kherson í suðri, í aðdraganda komandi sóknar Úkraínumanna þar. Þá fóru herforingjarnir að velta vöngum yfir því hvort víglínur Rússa væru viðkvæmari en þær virtust. Í stað þess að gera eina gagnsókn, lögðu Úkraínumenn til að gera tvær. Ein yrði gerði í Kherson en ólíklegt væri að hún myndi skila miklum árangri á fyrstu vikunum. Hin sóknin yrði gerð í Kharkív. Eftir frekari greiningu voru herforingjar Úkraínu, Bandaríkjanna og Bretlands, sammála um að þessi áætlun gæti skilað góðum árangri. Vilja reka Rússa frá Kherson Her Úkraínu hefur staðið í kostnaðarsamri sókn gegn bestu sveitum Rússa í Kherson og á sama tíma haldið þeim sveitum þar og þvingað Rússa til að senda birgðir og liðsauka á svæðið. Það hefur þó reynst Rússum erfitt, því Úkraínumenn hafa notað HIMARS-eldflaugakerfi og aðrar leiðir til að grafa undan birgðaneti Rússa og einangra hersveitirnar á vesturbakka Dnipro-ár í Kherson. Sókn Úkraínu í Kherson er ekki hönnuð til að vera einhvers konar tálbeita, heldur vilja Úkraínumenn reka Rússa á brott þaðan og mögulega valda gífurlegum skaða á einhverjum bestu sveitum Rússa. Sóknin í Kherson hefur líka leitt til þess að Rússar hafa frestað ætlunum sínum um innlimun héraðsins. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli meðal Úkraínumanna í Kherson en sókn þeirra þar hefur skilað hægum árangri. Eigna Úkraínumönnum allan heiðurinn Heimildarmenn NYT segja undirbúninginn hafa byggt á upplýsingum frá Bandaríkjunum og vestræn vopn hafi verið nauðsynleg. Þrátt fyri það segja þeir Selenskí og herforingja Úkraínu eiga allan heiðurinn að góðum árangri Úkraínumanna. Þeim hafi tekist að ná mjög góðum árangri í Kharkív með tiltölulega smáum herafla. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. 12. september 2022 07:29 Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06 Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Samkvæmt heimildum New York Times hófst undirbúningurinn að aðgerðum Úkraínumanna þegar Selenskí sagði herforingjum sínum að hann vildi sýna fram á að þeir gætu unnið stríðið og rekið Rússa á brott. Það vildu Úkraínumenn gera fyrir haustið, áður en þrýstingur myndi aukast á ríkisstjórnir Evrópu vegna skorts á jarðgasi frá Rússlandi. Fyrstu drög þóttu ekki góð Fyrst drög að gagnsókninni munu eingöngu hafa snúið að Kherson og því að skera á birgðalínur Rússa til Maríupól. Sú áætlun þótti ekki líklegt til árangurs og var talið að mannfall yrði of mikið. Á þessum tíma voru Rússar að sækja hægt og rólega fram á Donbas-svæðinu í austurhluta Úkraínu með því að beita yfirburðum sínum í stórskotaliði og var mannfall meðal Úkraínumanna mikið. Þeir leituðu því til Bandaríkjamanna og Breta til aðstoðar. Úkraínumenn tóku eftir því að Rússar væru að senda sínar bestu sveitir til Kherson í suðri, í aðdraganda komandi sóknar Úkraínumanna þar. Þá fóru herforingjarnir að velta vöngum yfir því hvort víglínur Rússa væru viðkvæmari en þær virtust. Í stað þess að gera eina gagnsókn, lögðu Úkraínumenn til að gera tvær. Ein yrði gerði í Kherson en ólíklegt væri að hún myndi skila miklum árangri á fyrstu vikunum. Hin sóknin yrði gerð í Kharkív. Eftir frekari greiningu voru herforingjar Úkraínu, Bandaríkjanna og Bretlands, sammála um að þessi áætlun gæti skilað góðum árangri. Vilja reka Rússa frá Kherson Her Úkraínu hefur staðið í kostnaðarsamri sókn gegn bestu sveitum Rússa í Kherson og á sama tíma haldið þeim sveitum þar og þvingað Rússa til að senda birgðir og liðsauka á svæðið. Það hefur þó reynst Rússum erfitt, því Úkraínumenn hafa notað HIMARS-eldflaugakerfi og aðrar leiðir til að grafa undan birgðaneti Rússa og einangra hersveitirnar á vesturbakka Dnipro-ár í Kherson. Sókn Úkraínu í Kherson er ekki hönnuð til að vera einhvers konar tálbeita, heldur vilja Úkraínumenn reka Rússa á brott þaðan og mögulega valda gífurlegum skaða á einhverjum bestu sveitum Rússa. Sóknin í Kherson hefur líka leitt til þess að Rússar hafa frestað ætlunum sínum um innlimun héraðsins. Fregnir hafa borist af miklu mannfalli meðal Úkraínumanna í Kherson en sókn þeirra þar hefur skilað hægum árangri. Eigna Úkraínumönnum allan heiðurinn Heimildarmenn NYT segja undirbúninginn hafa byggt á upplýsingum frá Bandaríkjunum og vestræn vopn hafi verið nauðsynleg. Þrátt fyri það segja þeir Selenskí og herforingja Úkraínu eiga allan heiðurinn að góðum árangri Úkraínumanna. Þeim hafi tekist að ná mjög góðum árangri í Kharkív með tiltölulega smáum herafla.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. 12. september 2022 07:29 Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06 Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26 Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. 12. september 2022 07:29
Rússneskar hersveitir hörfa frá borgum í Austur-Úkraínu Svo virðist sem rússneskar hersveitir hafi yfirgefið fjölda borga í austurhluta Úkraínu. Stjórn aðskilnaðarsinna í Kharkív hefur hvatt íbúa til að flýja heimili sín en hefur heitið því að „frelsa héraðið undan oki Úkraínu“ að nýju. 10. september 2022 11:06
Danir lækka hitann í almenningsrýmum Danir hafa ákveðið að lækka hitastigið í almenningsrýmum til þess að sporna gegn háu orkuverði í landinu. Neyðarlög voru samþykkt á danska þinginu fyrr í dag þar sem rafmagnsskattur var lækkaður. 8. september 2022 13:26
Bandaríkin segja Rússa kaupa vopn frá Norður-Kóreu Samkvæmt nýrri skýrslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna hafa yfirvöld í Moskvu keypt vopn fyrir milljónir dala frá Norður-Kóreu. Samkvæmt skýrslunni hafa Rússar notað bæði eldflaugar og sprengjur frá Norður-Kóreumönnum. 6. september 2022 07:23
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26
Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. 30. ágúst 2022 16:50