Ray J segir Kim Kardashian og Kris Jenner sjálfar hafa lekið kynlífsmyndbandinu Elísabet Hanna skrifar 13. september 2022 12:16 Ray J segir að illa hafi verið farið með sig í The Kardashian þáttunum þar sem um sameiginlegan samning hafi verið að ræða þegar kynlífs myndbandið var gefið út. Getty/Gotham/Paras Griffin Kim Kardashian skaust fyrst upp á stjörnuhimininn eftir að kynlífsmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar Ray J lak á netið. Nú hefur hann gefið út yfirlýsingu þess efnis að móðir Kim, Kris Jennar, hafið átt hlut í því að myndbandið fór í dreifingu. Hann birti meðal annars samning þar sem kemur fram að þau hafi fengið greitt fyrir myndbandið. Erjurnar á milli Ray J og Kardashian fjölskyldunnar virðast hafa stigmagnast síðan í apríl á þessu ári og náðu hápunkti, í bili, um helgina þegar Ray J birti tæplega fjörutíu og fimm mínútna langt myndband. Byrjaði í The Kardashians í apríl Í upphafi Hulu þáttanna The Kardashians sem fóru í loftið í apríl var atriði þar sem sonur Kim sá auglýsingu um kynlífsmyndband móður sinnar í tölvuleik. Í auglýsingunni var fullyrt að annað slíkt myndband væri til og síðar í þáttunum kom fram að umboðsmaður Ray J væri með myndbandið. Í gegnum fyrstu þætti seríunnar var sýnt frá því þegar Kanye West, fyrrum eiginmaður Kim, flaug til Ray J og sneri aftur með fartölvuna hans. Fjölskyldan fann fyrir miklum létti, og þar með lauk þeim söguþræði í þáttunum. Á bak við tjöldin voru þó samskipti Kim Kardashian og Ray J að fara af stað samkvæmt því sem hann greindi síðar frá á samfélagsmiðlum. Kris Jenner í lygamæli fyllti mælinn The Late Late Show með James Corden setti Kris Jennar í lygamæli og spurði meðal annars hvort að hún hafi hjálpað dóttur sinni að gefa myndbandið út. Kris svaraði neitandi og sagði lygamælirinn að um sannleikann væri að ræða. Ray J var ekki á sama máli og nýtti Instagram miðilinn sinn til þess að halda úti streymi og segja sína hlið á málinu. Þar fór hann í gegnum skilaboð á milli sín og Kim frá því í apríl í tengslum við þættina og kynlífsmyndbandið sem var gefið út af Vivid Entertainment árið 2007. Ray J vildi ekki koma illa út Í skilaboðunum, frá því í apríl, óskaði hann eftir því að vera ekki látinn koma svona illa út úr söguþræðinum sem var í gangi í þættinum þeirra. Hann segir engan hafa verið að hóta því að gefa neitt út og að hann hafi sjálfur hitt Kanye og þeir hafi átt gott og einlægt spjall. Í myndbandinu segist hann sjálfur eiga börn í dag og að hann vilji ómögulega að þau haldi í framtíðinni að faðir þeirra myndi gera slíkan hlut líkt og að leka myndbandinu. Kim fullyrti að hann myndi ekki koma illa út úr söguþræðinum í nýju þáttunum. View this post on Instagram A post shared by Ray J (@rayj) Sýndi undirritaðan samning Í streyminu sýndi Ray J samning um sölu á kynlífsmyndbandinu til Vivid Entertainment þar sem undirskriftir hans og Kim Kardashian koma fram. Á samningum var talað um þrjár myndbandsupptökur, Cabo Intro, Cabo Sex og Santa Barbara sex. „Þú veist hvað við gerðum! Mamma þín stjórnaði þessum kynlífsmyndbandssamningi við Joe Francis og Steve Hirsch. Það var hennar hugmynd að gefa út myndband með Vivid. Það eins sem ég gerði var að samþykkja það,“ sagði hann meðal annars í skilaboðum til Kim. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hann segir þriðju upptökuna hafa átt sér stað eftir að Kris, móðir Kim, óskaði eftir því að þau færu að taka upp meira efni til þess að gefa út. Hann segir þau hafa gert það, þrátt fyrir að vera hætt saman á þeim tímapunkti. Hann segir Cabo myndböndin þó hafa verið valin því hún hafi litið betur út í þeim. Hér að neðan má heyra Brennsluteið í heild sinni en umræðan um Kim og Ray hefst á mínútu 11:21 : Hollywood Tengdar fréttir Kim Kardashian stofnaði framtakssjóð og er mætt á Wall Street Kim Kardashian er mætt á Wall Street eftir að hún tók höndum saman með Jay Sammons, sem áður var yfir Carlyle Group, og stofnaði framtakssjóðinn (e. private equity fund) SKKY Partners. 8. september 2022 11:30 Kanye West greindi frá dauða Davidson Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ 8. ágúst 2022 22:28 Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Kim Kardashian og Pete Davidson hætt saman Fregnir vestanhafs herma að Kim Kardashian og Pete Davidson séu hætt saman og hafi tekið ákvörðun um að vera bara vinir. 5. ágúst 2022 23:50 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Erjurnar á milli Ray J og Kardashian fjölskyldunnar virðast hafa stigmagnast síðan í apríl á þessu ári og náðu hápunkti, í bili, um helgina þegar Ray J birti tæplega fjörutíu og fimm mínútna langt myndband. Byrjaði í The Kardashians í apríl Í upphafi Hulu þáttanna The Kardashians sem fóru í loftið í apríl var atriði þar sem sonur Kim sá auglýsingu um kynlífsmyndband móður sinnar í tölvuleik. Í auglýsingunni var fullyrt að annað slíkt myndband væri til og síðar í þáttunum kom fram að umboðsmaður Ray J væri með myndbandið. Í gegnum fyrstu þætti seríunnar var sýnt frá því þegar Kanye West, fyrrum eiginmaður Kim, flaug til Ray J og sneri aftur með fartölvuna hans. Fjölskyldan fann fyrir miklum létti, og þar með lauk þeim söguþræði í þáttunum. Á bak við tjöldin voru þó samskipti Kim Kardashian og Ray J að fara af stað samkvæmt því sem hann greindi síðar frá á samfélagsmiðlum. Kris Jenner í lygamæli fyllti mælinn The Late Late Show með James Corden setti Kris Jennar í lygamæli og spurði meðal annars hvort að hún hafi hjálpað dóttur sinni að gefa myndbandið út. Kris svaraði neitandi og sagði lygamælirinn að um sannleikann væri að ræða. Ray J var ekki á sama máli og nýtti Instagram miðilinn sinn til þess að halda úti streymi og segja sína hlið á málinu. Þar fór hann í gegnum skilaboð á milli sín og Kim frá því í apríl í tengslum við þættina og kynlífsmyndbandið sem var gefið út af Vivid Entertainment árið 2007. Ray J vildi ekki koma illa út Í skilaboðunum, frá því í apríl, óskaði hann eftir því að vera ekki látinn koma svona illa út úr söguþræðinum sem var í gangi í þættinum þeirra. Hann segir engan hafa verið að hóta því að gefa neitt út og að hann hafi sjálfur hitt Kanye og þeir hafi átt gott og einlægt spjall. Í myndbandinu segist hann sjálfur eiga börn í dag og að hann vilji ómögulega að þau haldi í framtíðinni að faðir þeirra myndi gera slíkan hlut líkt og að leka myndbandinu. Kim fullyrti að hann myndi ekki koma illa út úr söguþræðinum í nýju þáttunum. View this post on Instagram A post shared by Ray J (@rayj) Sýndi undirritaðan samning Í streyminu sýndi Ray J samning um sölu á kynlífsmyndbandinu til Vivid Entertainment þar sem undirskriftir hans og Kim Kardashian koma fram. Á samningum var talað um þrjár myndbandsupptökur, Cabo Intro, Cabo Sex og Santa Barbara sex. „Þú veist hvað við gerðum! Mamma þín stjórnaði þessum kynlífsmyndbandssamningi við Joe Francis og Steve Hirsch. Það var hennar hugmynd að gefa út myndband með Vivid. Það eins sem ég gerði var að samþykkja það,“ sagði hann meðal annars í skilaboðum til Kim. View this post on Instagram A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian) Hann segir þriðju upptökuna hafa átt sér stað eftir að Kris, móðir Kim, óskaði eftir því að þau færu að taka upp meira efni til þess að gefa út. Hann segir þau hafa gert það, þrátt fyrir að vera hætt saman á þeim tímapunkti. Hann segir Cabo myndböndin þó hafa verið valin því hún hafi litið betur út í þeim. Hér að neðan má heyra Brennsluteið í heild sinni en umræðan um Kim og Ray hefst á mínútu 11:21 :
Hollywood Tengdar fréttir Kim Kardashian stofnaði framtakssjóð og er mætt á Wall Street Kim Kardashian er mætt á Wall Street eftir að hún tók höndum saman með Jay Sammons, sem áður var yfir Carlyle Group, og stofnaði framtakssjóðinn (e. private equity fund) SKKY Partners. 8. september 2022 11:30 Kanye West greindi frá dauða Davidson Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ 8. ágúst 2022 22:28 Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30 Kim Kardashian og Pete Davidson hætt saman Fregnir vestanhafs herma að Kim Kardashian og Pete Davidson séu hætt saman og hafi tekið ákvörðun um að vera bara vinir. 5. ágúst 2022 23:50 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Kim Kardashian stofnaði framtakssjóð og er mætt á Wall Street Kim Kardashian er mætt á Wall Street eftir að hún tók höndum saman með Jay Sammons, sem áður var yfir Carlyle Group, og stofnaði framtakssjóðinn (e. private equity fund) SKKY Partners. 8. september 2022 11:30
Kanye West greindi frá dauða Davidson Rapparinn Kanye West brást við sambandsslitum Kim Kardashian og Pete Davidson með því að birta andlátstilkynningu á Instagram fyrir Skete Davidson. Frá því Davidson byrjaði með Kim hefur Kanye áreitt leikarann á samfélagsmiðlum og uppnefnt hann „Skete.“ 8. ágúst 2022 22:28
Sagður dreifa svæsnum lygum um Davidson Tónlistarmaðurinn Kanye West er sagður hafa borið út þann róg að Pete Davidson sé með alnæmi. Eins og frægt er, þá er Davidson kærasti barnsmóður West, Kim Kardashian, en West ekki talinn vera par sáttur við það samband. 1. febrúar 2022 15:30
Kim Kardashian og Pete Davidson hætt saman Fregnir vestanhafs herma að Kim Kardashian og Pete Davidson séu hætt saman og hafi tekið ákvörðun um að vera bara vinir. 5. ágúst 2022 23:50