„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var lítið að hugsa um verkina þegar hún fagnaði sínu fyrsta marki á stórmóti, í 1-1 jafnteflinu við Ítalíu á EM í sumar. VÍSIR/VILHELM Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira
Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur Handbolti Fleiri fréttir Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Sjá meira