Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 23:31 Kista Elísabetar verður í Buckingham-höll í nótt. Wiktor Szymanowicz/Anadolu Agency via Getty Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020. Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði. Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði.
Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira