Björk biður um að íslenskir sjónvarpsþættir hætti að sýna morð sem daglegt brauð Elísabet Hanna skrifar 14. september 2022 21:02 Björk mætti í viðtal á útvarpsstöðina X977 fyrr í dag þar sem hún ræddi tónlistina, pólitíkina og lífið. Getty/Santiago Felipe Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir íslenskt sjónvarpsefni láta morð virðast daglegt brauð á Íslandi. Hún biður um að þessu sé breytt, þetta endurspegli ekki íslenskan raunveruleika. Björk mætti í viðtal á útvarpsstöðinni X977 í dag í tilefni útgáfu lagsins Ovule en lagið er af væntanlegri plötu hennar sem ber heitið Fossora og kemur út í lok mánaðarins. Færri morð í íslenskt efni Björk fór um víðan völl í viðtalinu og ræddi meðal annars íslenskan veruleika og hvernig íslenskt sjónvarpsefni endurspegli hann ekki. Íslenskt efni láti ofbeldi og morð virðast eðlilega atburði. „Ég vil biðja íslenska listamenn sem gera sjónvarpsþætti og bíómyndir að hætta að vera með svona mörg morð. Þetta er ekki grín. Það er ekki okkar raunveruleiki að það séu fimm morð á viku í sjávarþorpi fyrir norðan. Síðan er horft á þetta og síðustu vikur hafa byrjað hnífabardagar niðri í bæ,“ segir hún. Björk segir málið alvarlegt og rifjar í þessu samhengi upp skotárásina í Sandy Hook grunnskólanum sem átti sér stað fyrir tíu árum, ekki langt frá heimili dóttur hennar. „Það er ekkert grín að vera með barn í skóla þar sem er svona mikið ofbeldi. Í Bandaríkjunum eru tvö fjöldamorð á dag. Viljum við þann veruleika á Íslandi?“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Bandarísk pólitík innblástur Síðustu tuttugu ár hefur Björk skipt tímanum sínum á milli Íslands og New York. „Ég er alveg flutt núna. Seldi húsið í Brooklyn,“ segir Björk um flutningana til Íslands en dóttir hennar Ísadóra hefur meðal annars gengið í skóla í báðum löndum. Björk segist hafa sótt innblástur í pólitíkina í Bandaríkjunum þegar hún var að semja fyrir nýju plötuna. Fyrir viku síðan gaf hún út fyrsta lagið af plötunni, Atopos. „Það er samið fyrir kosningarnar. Þegar Trump var sem betur fer ekki endurkjörinn. Ég var mikið að fylgjast með þessu. Er náttúrulega með annað heimili í Bandaríkjunum og dóttir mín hálfbandarísk.“ Það hefði verið hræðilegt ef Trump hefði verið kosinn til fjögurra ára í viðbót því gjáin á milli fólks sé sívaxandi. „Maður sér það í stjórnmálum og sérstaklega í umhverfismálum. Við þurfum að ná saman hvernig við eigum að leysa þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Segir Fossora vera neðanjarðarplötu Líkt og oft áður fer Björk nýjar slóðir við vinnslu á tónlist sinni. Hún segir að það sé einfaldlega svo gaman að prófa eitthvað nýtt. Á Fossora heyrist meðal annars gabba, sem hún lýsir sem hraðri teknó tónlist. „Ég kalla þessa tónlist svona Karíus og Baktus fyrir fullorðna. Það gekk gif með gothurum undir brú, manstu eftir því? Það er góð lýsing á gabba, sem er í raun og veru hljóðheimurinn. Þetta er neðanjarðarplata.“ Hér má sjá myndbandið við nýja lagið, Ovule: Tónlist X977 Björk Tengdar fréttir „Ovule er mín skilgreining á ást" Björk hefur sent frá sér nýja smáskífu ovule þar sem hún kannar brothætta eiginleika ástarinnar; væntingar og leit eftir jafnvægi í samböndum til að færa sig í átt að samlyndi og friðsælli framtíð. 14. september 2022 15:01 Ísadóra Bjarkardóttir í herferð hjá Miu Miu Ísadóra Bjarkardóttir Barney, einnig kölluð Doa, nítján ára dóttir tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur er í nýrri auglýsingaherferð fyrir skartgripalínu frá merkinu Miu Miu. 29. júlí 2022 10:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Björk mætti í viðtal á útvarpsstöðinni X977 í dag í tilefni útgáfu lagsins Ovule en lagið er af væntanlegri plötu hennar sem ber heitið Fossora og kemur út í lok mánaðarins. Færri morð í íslenskt efni Björk fór um víðan völl í viðtalinu og ræddi meðal annars íslenskan veruleika og hvernig íslenskt sjónvarpsefni endurspegli hann ekki. Íslenskt efni láti ofbeldi og morð virðast eðlilega atburði. „Ég vil biðja íslenska listamenn sem gera sjónvarpsþætti og bíómyndir að hætta að vera með svona mörg morð. Þetta er ekki grín. Það er ekki okkar raunveruleiki að það séu fimm morð á viku í sjávarþorpi fyrir norðan. Síðan er horft á þetta og síðustu vikur hafa byrjað hnífabardagar niðri í bæ,“ segir hún. Björk segir málið alvarlegt og rifjar í þessu samhengi upp skotárásina í Sandy Hook grunnskólanum sem átti sér stað fyrir tíu árum, ekki langt frá heimili dóttur hennar. „Það er ekkert grín að vera með barn í skóla þar sem er svona mikið ofbeldi. Í Bandaríkjunum eru tvö fjöldamorð á dag. Viljum við þann veruleika á Íslandi?“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Bandarísk pólitík innblástur Síðustu tuttugu ár hefur Björk skipt tímanum sínum á milli Íslands og New York. „Ég er alveg flutt núna. Seldi húsið í Brooklyn,“ segir Björk um flutningana til Íslands en dóttir hennar Ísadóra hefur meðal annars gengið í skóla í báðum löndum. Björk segist hafa sótt innblástur í pólitíkina í Bandaríkjunum þegar hún var að semja fyrir nýju plötuna. Fyrir viku síðan gaf hún út fyrsta lagið af plötunni, Atopos. „Það er samið fyrir kosningarnar. Þegar Trump var sem betur fer ekki endurkjörinn. Ég var mikið að fylgjast með þessu. Er náttúrulega með annað heimili í Bandaríkjunum og dóttir mín hálfbandarísk.“ Það hefði verið hræðilegt ef Trump hefði verið kosinn til fjögurra ára í viðbót því gjáin á milli fólks sé sívaxandi. „Maður sér það í stjórnmálum og sérstaklega í umhverfismálum. Við þurfum að ná saman hvernig við eigum að leysa þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Bjo rk (@bjork) Segir Fossora vera neðanjarðarplötu Líkt og oft áður fer Björk nýjar slóðir við vinnslu á tónlist sinni. Hún segir að það sé einfaldlega svo gaman að prófa eitthvað nýtt. Á Fossora heyrist meðal annars gabba, sem hún lýsir sem hraðri teknó tónlist. „Ég kalla þessa tónlist svona Karíus og Baktus fyrir fullorðna. Það gekk gif með gothurum undir brú, manstu eftir því? Það er góð lýsing á gabba, sem er í raun og veru hljóðheimurinn. Þetta er neðanjarðarplata.“ Hér má sjá myndbandið við nýja lagið, Ovule:
Tónlist X977 Björk Tengdar fréttir „Ovule er mín skilgreining á ást" Björk hefur sent frá sér nýja smáskífu ovule þar sem hún kannar brothætta eiginleika ástarinnar; væntingar og leit eftir jafnvægi í samböndum til að færa sig í átt að samlyndi og friðsælli framtíð. 14. september 2022 15:01 Ísadóra Bjarkardóttir í herferð hjá Miu Miu Ísadóra Bjarkardóttir Barney, einnig kölluð Doa, nítján ára dóttir tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur er í nýrri auglýsingaherferð fyrir skartgripalínu frá merkinu Miu Miu. 29. júlí 2022 10:30 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ovule er mín skilgreining á ást" Björk hefur sent frá sér nýja smáskífu ovule þar sem hún kannar brothætta eiginleika ástarinnar; væntingar og leit eftir jafnvægi í samböndum til að færa sig í átt að samlyndi og friðsælli framtíð. 14. september 2022 15:01
Ísadóra Bjarkardóttir í herferð hjá Miu Miu Ísadóra Bjarkardóttir Barney, einnig kölluð Doa, nítján ára dóttir tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur er í nýrri auglýsingaherferð fyrir skartgripalínu frá merkinu Miu Miu. 29. júlí 2022 10:30