Viðskipti innlent

Hlíf af mótor flug­vélar Atlanta lenti í innkeyrslu í Belgíu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
T.v. má sjá hlífina og t.h. skemmdirnar sem hún olli.
T.v. má sjá hlífina og t.h. skemmdirnar sem hún olli. Facebook/Hervé Rigot

Hlíf féll af mótor flugvélar frá flugfélaginu Atlanta ehf. sem var á leið frá Liége í Belgíu til Möltu síðastliðinn fimmtudag. Hlífin lenti í innkeyrslu við íbúðarhúsnæði í Waremme í Belgíu.

Vélin er af gerðinni Boeing 747-400 og er fraktvél.

Í fréttatilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að flugið hafi gengið vel fyrir sig og hlífarmissirinn hafi ekki uppgötvast fyrr en vélin hafði lent á Möltu. Vélin er sögð hafa verið lagfærð og hefur hafið reglubundið flug á ný.

Málið sé nú til rannsóknar í samstarfi við Samgöngustofu og viðeigandi yfirvöld í Belgíu en haft hafi verð samband við Boeing sem muni veita tæknilega aðstoð vegna rannsóknarinnar. Þar að auki fái aðilinn sem varð fyrir tjóni vegna málsins það bætt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×