Alvarleg teikn á lofti – áskorun til íslenskra stjórnvalda Stella Samúelsdóttir skrifar 15. september 2022 10:31 Stöðugar fréttir af auknu hatri og óþoli í garð hinsegin fólks á Íslandi eru alvarleg teikn á lofti sem bregðast verður við. Í morgun var meðal annars fjallað um áhyggjur Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar af stöðu hinsegin barna og ungmenna sem hafa í auknum mæli verið að segja frá alvarlegum hótunum og aðkasti innan veggja skóla. Mannréttindi eiga undir högg að sækja um allan heim og því gríðarlega mikilvægt að spyrna fótum við þeirri þróun. Eitt mikilvægasta vopnið gegn fordómum og fáfræði er aukin fræðsla, upplýst umræða og samheldni samélagsins um að standa vörð um ákveðin gildi á borð við jafnrétti, frelsi og mannréttindi. Mannréttindi jaðarsettra hópa hafa sjaldnast dottið af himnum ofan, kynslóðir eftir kynslóðir börðust fyrir aukinni viðurkenningu og mannvirðingu. Fyrir skilningi á því að við erum ólík. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þessu samhengi á meðan önnur eiga enn langt í land. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur sett mannréttindi sem leiðarstef í innanríkis- og utanríkisstefnu sinni og náð góðum árangri. Allt frá Vigdísi Finnbogadóttur yfir til Jóhönnu Sigurðardóttur. Konur sem ruddu svo sannarlega brautina á heimsvísu í nafni íslenskrar þjóðar. Táknmyndir um möguleika, sem ég veit að margar þjóðir líta hýru auga að verði að veruleika einn daginn hjá þeim líka. Mikilvæg undirskriftarsöfnun Þess vegna er svo sláandi að lesa fréttir af aukinni tíðni hatursorðræðu og glæpa hér á landi í garð hinsegin fólks. UN Women á Íslandi ákvað að varpa ljósi á stöðu hinsegin fólks á heimsvísu með Fokk ofbeldi herferðinni sem hófst á dögunum með sölu FO vettlinga. Allur ágóði af sölunni mun renna í hinsegin sjóð UN Women sem nú stendur tómur. Við tókum þá ákvörðun að samhliða því að safna fjármunum fyrir fjársveltan sjóð ytra, væri einnig mikilvægt að hreyfa við hlutunum hér heima. Enda hefur umræðan um bakslag verið hávær síðustu mánuði. Við hófum því undirskriftarátak í því skyni að hvetja almenning til að taka skýra afstöðu með réttindum hinsegin fólks og skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við því bakslagi í hinsegin baráttunni sem virðist hafa skotið rótum í samfélaginu okkar. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á því að tryggja að löggjöf sé verndandi fyrir jaðarsetta hópa ásamt því að stuðla að forvirkum aðgerðum í formi fræðslu og upprætingu fordóma. Að sama skapi hvetjum við stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að aðrar þjóðir taki sér Ísland til fyrirmyndar og tryggi lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og núna að Ísland láti mannréttindarödd sína heyrast. Þú getur haft áhrif UN Women á Íslandi hvetur almenning til að skrifa undir þennan undirskriftarlista, taka þannig afstöðu með mannréttindum og þrýsta á íslensk stjórnvöld að tryggja virka hinseginfræðslu á öllum skólastigum um allt land um fjölbreytileikann og mannréttindi líkt og námsskrá segir til um og ungt fólk kallar eftir. UN Women á Íslandi mun afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra undirskriftarlistann að söfnun lokinni. Ég hvet þig til að taka afstöðu og skrifa undir hér Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stella Samúelsdóttir Mannréttindi Jafnréttismál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Stöðugar fréttir af auknu hatri og óþoli í garð hinsegin fólks á Íslandi eru alvarleg teikn á lofti sem bregðast verður við. Í morgun var meðal annars fjallað um áhyggjur Mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs Reykjavíkurborgar af stöðu hinsegin barna og ungmenna sem hafa í auknum mæli verið að segja frá alvarlegum hótunum og aðkasti innan veggja skóla. Mannréttindi eiga undir högg að sækja um allan heim og því gríðarlega mikilvægt að spyrna fótum við þeirri þróun. Eitt mikilvægasta vopnið gegn fordómum og fáfræði er aukin fræðsla, upplýst umræða og samheldni samélagsins um að standa vörð um ákveðin gildi á borð við jafnrétti, frelsi og mannréttindi. Mannréttindi jaðarsettra hópa hafa sjaldnast dottið af himnum ofan, kynslóðir eftir kynslóðir börðust fyrir aukinni viðurkenningu og mannvirðingu. Fyrir skilningi á því að við erum ólík. Mörg lönd hafa náð góðum árangri í þessu samhengi á meðan önnur eiga enn langt í land. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur sett mannréttindi sem leiðarstef í innanríkis- og utanríkisstefnu sinni og náð góðum árangri. Allt frá Vigdísi Finnbogadóttur yfir til Jóhönnu Sigurðardóttur. Konur sem ruddu svo sannarlega brautina á heimsvísu í nafni íslenskrar þjóðar. Táknmyndir um möguleika, sem ég veit að margar þjóðir líta hýru auga að verði að veruleika einn daginn hjá þeim líka. Mikilvæg undirskriftarsöfnun Þess vegna er svo sláandi að lesa fréttir af aukinni tíðni hatursorðræðu og glæpa hér á landi í garð hinsegin fólks. UN Women á Íslandi ákvað að varpa ljósi á stöðu hinsegin fólks á heimsvísu með Fokk ofbeldi herferðinni sem hófst á dögunum með sölu FO vettlinga. Allur ágóði af sölunni mun renna í hinsegin sjóð UN Women sem nú stendur tómur. Við tókum þá ákvörðun að samhliða því að safna fjármunum fyrir fjársveltan sjóð ytra, væri einnig mikilvægt að hreyfa við hlutunum hér heima. Enda hefur umræðan um bakslag verið hávær síðustu mánuði. Við hófum því undirskriftarátak í því skyni að hvetja almenning til að taka skýra afstöðu með réttindum hinsegin fólks og skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við því bakslagi í hinsegin baráttunni sem virðist hafa skotið rótum í samfélaginu okkar. Íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á því að tryggja að löggjöf sé verndandi fyrir jaðarsetta hópa ásamt því að stuðla að forvirkum aðgerðum í formi fræðslu og upprætingu fordóma. Að sama skapi hvetjum við stjórnvöld til að beita sér á alþjóðavettvangi fyrir því að aðrar þjóðir taki sér Ísland til fyrirmyndar og tryggi lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það hefur aldrei verið jafn mikilvægt og núna að Ísland láti mannréttindarödd sína heyrast. Þú getur haft áhrif UN Women á Íslandi hvetur almenning til að skrifa undir þennan undirskriftarlista, taka þannig afstöðu með mannréttindum og þrýsta á íslensk stjórnvöld að tryggja virka hinseginfræðslu á öllum skólastigum um allt land um fjölbreytileikann og mannréttindi líkt og námsskrá segir til um og ungt fólk kallar eftir. UN Women á Íslandi mun afhenda Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og Guðmundi Inga Guðbrandssyni félags- og vinnumarkaðsráðherra undirskriftarlistann að söfnun lokinni. Ég hvet þig til að taka afstöðu og skrifa undir hér Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun