Stíflan sem sökkti heilum dal og eyddi sjö bæjum telst afturkræf Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2022 22:30 Stífla Skeiðsfossvirkjunar er 30 metra há. Stífluvatn fyrir innan. Sigurjón Ólason Heilum dal var sökkt og sjö sveitabæir fóru í eyði með Skeiðsfossvirkjun sem reist var til að rafvæða Siglufjörð. Stöðvarstjórinn, sem brátt lætur af störfum eftir yfir fjörutíu ára starf við virkjunina, segir að svona yrði örugglega ekki gert í dag. Í fréttum Stöðvar 2 voru Fljótin í Skagafirði heimsótt en þar lét Rafveita Siglufjarðar reisa virkjunina á stríðsárunum þegar síldarbærinn var helsta auðsuppspretta þjóðarinnar. Þrjátíu metra há stíflan myndaði Stífluvatn árið 1945. „Á þessum tíma var hún hæsta steinsteypta stífla í Evrópu og var lengi hæsta stífla á Íslandi,“ segir Kristján Sigtryggsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar, um stífluna sem sökkti dalnum. Kristján Sigtryggsson er stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar.Sigurjón Ólason Það er sérstakt við stíflustaðinn að hann heitir frá fornu fari Stífla. Lónið sem myndaðist fyrir innan stífluna hlaut því nafn af örnefninu en ekki mannvirkinu. „Það fór nú ekki mikið í eyði um leið og þetta skeði vegna þess að það fór ekkert hús undir vatn. Það fóru engjar og einhver tún. En sjö bæir fóru i eyði á árunum á eftir,“ segir stöðvarstjórinn. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út fyrir virkjun en málverkið er í eigu Ómars Ragnarssonar. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út áður. Þá voru tvö lítil vötn í dalnum.Kristinn G. Jóhannsson/Ómar Ragnarsson En var einhver andstaða gegn þessu á sínum tíma? „Ekki mikið samt. En það voru samt sumir mjög á móti þessu. Sumum þótti þetta mjög sárt,“ svarar Kristján. Virkjunin þjónaði fyrst eingöngu Siglufirði og var afl hennar þá 1,8 megavött. Síðar einnig Ólafsfirði og Fljótum eftir að önnur aflvél bættist við árið 1954 og var virkjunin þá orðin 3,2 megavött. Önnur virkjun var byggð neðar í ánni, Skeiðsfossvirkjun 2, gangsett árið 1976, með afl upp á 1,7 megavött, og er heildarafl beggja virkjana núna 4,9 megavött. Stöðvarhús Skeiðsfossvirkjunar. Hún hóf raforkuframleiðslu árið 1945. Virkjunin er núna í eigu Orkusölunnar, dótturfyrirtækis RARIK.Sigurjón Ólason Kristján lætur af störfum í haust eftir 42 ára starf við virkjunina, þar af sem stöðvarstjóri í 33 ár. -Heldurðu að svona yrði gert í dag? „Nei, alveg örugglega ekki. Þetta er allt of lítið raunverulega til þess að gera svona.“ -Þetta er náttúrlega svakaleg aðgerð að sökkva heilum dal? „Já, já.“ Lónið sem myndaðist ofan stíflunnar sökkti dalnum. Sjö sveitabæir fóru í eyði.Sigurjón Ólason Þetta er hins vegar afturkræf framkvæmd. Það væri hægt að hleypa úr vatninu og jafnvel rífa stífluna. -Er einhver umræða í dag um að leggja hana niður og endurheimta dalinn? „Nei. Það hefur heyrst svo sem. Menn hafa sett þetta fram. En ég held að það sé ekki raunhæft.“ -En þetta væri samt hægt? „Það er allt hægt.“ -Þannig að hún er það sem kallað er afturkræf? „Hún er afturkræf, já, já,“ svarar stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Landbúnaður Vatnsaflsvirkjanir Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Orkusalan vill virkja í Fljótum Fulltrúar Orkusölunnar mættu á fund byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum. 15. mars 2019 11:00 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Fljótin í Skagafirði heimsótt en þar lét Rafveita Siglufjarðar reisa virkjunina á stríðsárunum þegar síldarbærinn var helsta auðsuppspretta þjóðarinnar. Þrjátíu metra há stíflan myndaði Stífluvatn árið 1945. „Á þessum tíma var hún hæsta steinsteypta stífla í Evrópu og var lengi hæsta stífla á Íslandi,“ segir Kristján Sigtryggsson, stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar, um stífluna sem sökkti dalnum. Kristján Sigtryggsson er stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar.Sigurjón Ólason Það er sérstakt við stíflustaðinn að hann heitir frá fornu fari Stífla. Lónið sem myndaðist fyrir innan stífluna hlaut því nafn af örnefninu en ekki mannvirkinu. „Það fór nú ekki mikið í eyði um leið og þetta skeði vegna þess að það fór ekkert hús undir vatn. Það fóru engjar og einhver tún. En sjö bæir fóru i eyði á árunum á eftir,“ segir stöðvarstjórinn. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út fyrir virkjun en málverkið er í eigu Ómars Ragnarssonar. Kristinn G. Jóhannsson, listmálari á Akureyri, málaði þessa mynd af dalnum eins og hann leit út áður. Þá voru tvö lítil vötn í dalnum.Kristinn G. Jóhannsson/Ómar Ragnarsson En var einhver andstaða gegn þessu á sínum tíma? „Ekki mikið samt. En það voru samt sumir mjög á móti þessu. Sumum þótti þetta mjög sárt,“ svarar Kristján. Virkjunin þjónaði fyrst eingöngu Siglufirði og var afl hennar þá 1,8 megavött. Síðar einnig Ólafsfirði og Fljótum eftir að önnur aflvél bættist við árið 1954 og var virkjunin þá orðin 3,2 megavött. Önnur virkjun var byggð neðar í ánni, Skeiðsfossvirkjun 2, gangsett árið 1976, með afl upp á 1,7 megavött, og er heildarafl beggja virkjana núna 4,9 megavött. Stöðvarhús Skeiðsfossvirkjunar. Hún hóf raforkuframleiðslu árið 1945. Virkjunin er núna í eigu Orkusölunnar, dótturfyrirtækis RARIK.Sigurjón Ólason Kristján lætur af störfum í haust eftir 42 ára starf við virkjunina, þar af sem stöðvarstjóri í 33 ár. -Heldurðu að svona yrði gert í dag? „Nei, alveg örugglega ekki. Þetta er allt of lítið raunverulega til þess að gera svona.“ -Þetta er náttúrlega svakaleg aðgerð að sökkva heilum dal? „Já, já.“ Lónið sem myndaðist ofan stíflunnar sökkti dalnum. Sjö sveitabæir fóru í eyði.Sigurjón Ólason Þetta er hins vegar afturkræf framkvæmd. Það væri hægt að hleypa úr vatninu og jafnvel rífa stífluna. -Er einhver umræða í dag um að leggja hana niður og endurheimta dalinn? „Nei. Það hefur heyrst svo sem. Menn hafa sett þetta fram. En ég held að það sé ekki raunhæft.“ -En þetta væri samt hægt? „Það er allt hægt.“ -Þannig að hún er það sem kallað er afturkræf? „Hún er afturkræf, já, já,“ svarar stöðvarstjóri Skeiðsfossvirkjunar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Landbúnaður Vatnsaflsvirkjanir Fjallabyggð Skagafjörður Um land allt Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31 Orkusalan vill virkja í Fljótum Fulltrúar Orkusölunnar mættu á fund byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum. 15. mars 2019 11:00 Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Segir lúxusferðamenn þýða minni átroðning en miklu meiri tekjur Lúxushótel í Fljótum er orðið næst fjölmennasta fyrirtæki Skagafjarðar á eftir Kaupfélaginu. Hótelstjórinn hvetur til þess að Íslendingar leggi meiri áherslu á að fá efnaðri ferðamenn til landsins, það þýði minni átroðning en miklu meiri tekjur. 31. ágúst 2022 23:31
Orkusalan vill virkja í Fljótum Fulltrúar Orkusölunnar mættu á fund byggðarráðs Skagafjarðar á dögunum að kynna fyrirhuguð virkjunaráform í Tungudal í Fljótum. 15. mars 2019 11:00
Stíflan í Laxá sprengd vegna þess að hún lá vel við höggi Bændur úr Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu rifja upp þennan magnaða atburð, sem talinn er hafa markað þáttaskil í náttúruvernd hérlendis. 19. febrúar 2018 22:15