Einar: Vantaði aðeins meiri klókindi Smári Jökull Jónsson skrifar 15. september 2022 22:05 Einar Jónsson var svekktur eftir að Framarar köstuðu frá sér einu stigi gegn Stjörnunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Hann ver rosalega bolta hér í lokin og svo síðasta markið þeirra, við þurfum að læra af þessu. Við vorum talsvert betri en þeir í þessum leik að mínu mati en við förum með þetta sjálfir,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Fram eftir jafnteflið gegn Stjörnunni í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld. Leó Snær Pétursson jafnaði fyrir Stjörnuna á síðustu andartökum leiksins eftir að Lárus Helgi Ólafsson í marki Fram hafði varið en Framarar misst fremur klaufalega af frákastinu. Lokatölur 24-24 en Framarar geta nagað sig í handarbökin því þeir voru þremur mörkum yfir og tveimur leikmönnum fleiri þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Þegar það eru 2-3 sekúndur eftir þá verða menn náttúrulega bara að bíða og taka frákast, við þurfum að læra af þessu því þetta er dýrt. Það er hiti í leiknum og hátt spennustig og við viljum keyra og menn eru innstilltir á það, ég er svo sem ánægður með það, menn vilja alltaf keyra. Það vantaði aðeins meiri klókindi að sitja í horninu og taka frákast,“ sagði Einar við Vísi strax eftir leik í kvöld. Bæði lið áttu langa kafla í leiknum þar sem þau voru í vandræðum sóknarlega, gerðu mikið af tæknilegum mistökum og misstu boltann klaufalega. „Ég er sammála, mér fannst þetta bara ekkert sérstakur handboltaleikur að öðru leyti en því að hann var spennandi og margt að gerast. Það var lélegt tempó í þessum leik og höktandi sóknarleikur. Vörn og markvarsla var svo sem í lagi í dag en við getum spilað betur,“ sagði Einar að endingu. Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Leó Snær Pétursson jafnaði fyrir Stjörnuna á síðustu andartökum leiksins eftir að Lárus Helgi Ólafsson í marki Fram hafði varið en Framarar misst fremur klaufalega af frákastinu. Lokatölur 24-24 en Framarar geta nagað sig í handarbökin því þeir voru þremur mörkum yfir og tveimur leikmönnum fleiri þegar um þrjár mínútur voru eftir af leiknum. „Þegar það eru 2-3 sekúndur eftir þá verða menn náttúrulega bara að bíða og taka frákast, við þurfum að læra af þessu því þetta er dýrt. Það er hiti í leiknum og hátt spennustig og við viljum keyra og menn eru innstilltir á það, ég er svo sem ánægður með það, menn vilja alltaf keyra. Það vantaði aðeins meiri klókindi að sitja í horninu og taka frákast,“ sagði Einar við Vísi strax eftir leik í kvöld. Bæði lið áttu langa kafla í leiknum þar sem þau voru í vandræðum sóknarlega, gerðu mikið af tæknilegum mistökum og misstu boltann klaufalega. „Ég er sammála, mér fannst þetta bara ekkert sérstakur handboltaleikur að öðru leyti en því að hann var spennandi og margt að gerast. Það var lélegt tempó í þessum leik og höktandi sóknarleikur. Vörn og markvarsla var svo sem í lagi í dag en við getum spilað betur,“ sagði Einar að endingu.
Olís-deild karla Fram Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35 Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Fram 24-24 | Jafntefli í hádramatískum leik Stjarnan og Fram gerðu jafntefli í leik sem bauð upp á allt undir lok leiks eftir að hafa verið vægast sagt drepleiðinlegur framan af. Hádramatík undir lok leiks og lokatölur 24-24 í Garðabæ. Umfjöllun og viðtöl á leiðinni. 15. september 2022 21:35