Ungverjaland geti ekki talist lýðræðisríki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 22:12 Orban hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans. Getty/Gruber Evrópuþingið segir að Ungverjaland geti ekki talist fullkomið lýðræðisríki. Stjórnarhættir falli ekki að grundvallarhugmyndum um lýðræði og réttarríki. Þingfulltrúar greiddu atkvæði gegn ríkisstjórn Viktors Orban forsætisráðherra landsins fyrr í dag. 81 prósent þingfulltrúa Evrópuþings greiddu atkvæði með ályktuninni, sem hefur aðeins táknrænt gildi. Í ályktuninni kom meðal annars fram að ríkisstjórnin í Ungverjalandi mætti líkja við einræði, ef litið er til grundvallarhugmynda um lýðræði og mannréttindi. Ungverjaland stendur í ströngu við að sannfæra Evrópusambandið um margra milljarða fjárstyrk vegna kórónuveirufaraldursins. Þá er einnig talið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni leggja fram tillögu um að minnka fyrirhugaðan fjárstyrk vegna uppbyggingu innviða og efnahags um 70 prósent. Ríkið fær frest fram í nóvember til að leggja fram frumvarp, sem á að sporna gegn spillingu í landinu. Nokkrir þingmenn Evrópuþings hafa lýst yfir áhyggjum af því að Evrópusambandið muni gera of vægar kröfur til ríkisstjórnar Ungverjalands, að því segir í frétt Guardian. Orban hefur verið forsætisráðherra í Ungverjalandi síðan árið 2010. Hann er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Fyrr á árinu sagði náinn ráðgjafi Orbans upp eftir umdeilda ræðu sem forsætisráðherrann hélt, en ráðgjafinn sagði ræðuna hafa verið nasíska. Forsætisráðherrann hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans. Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25 Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36 Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
81 prósent þingfulltrúa Evrópuþings greiddu atkvæði með ályktuninni, sem hefur aðeins táknrænt gildi. Í ályktuninni kom meðal annars fram að ríkisstjórnin í Ungverjalandi mætti líkja við einræði, ef litið er til grundvallarhugmynda um lýðræði og mannréttindi. Ungverjaland stendur í ströngu við að sannfæra Evrópusambandið um margra milljarða fjárstyrk vegna kórónuveirufaraldursins. Þá er einnig talið að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins muni leggja fram tillögu um að minnka fyrirhugaðan fjárstyrk vegna uppbyggingu innviða og efnahags um 70 prósent. Ríkið fær frest fram í nóvember til að leggja fram frumvarp, sem á að sporna gegn spillingu í landinu. Nokkrir þingmenn Evrópuþings hafa lýst yfir áhyggjum af því að Evrópusambandið muni gera of vægar kröfur til ríkisstjórnar Ungverjalands, að því segir í frétt Guardian. Orban hefur verið forsætisráðherra í Ungverjalandi síðan árið 2010. Hann er sá leiðtogi í Evrópu sem lengst hefur setið á valdastóli samfleytt, utan einræðisherranna í Hvíta-Rússlandi og Rússlandi. Fyrr á árinu sagði náinn ráðgjafi Orbans upp eftir umdeilda ræðu sem forsætisráðherrann hélt, en ráðgjafinn sagði ræðuna hafa verið nasíska. Forsætisráðherrann hefur lengi haldið því fram að Evrópusambandið hafi horn í síðu hans.
Ungverjaland Evrópusambandið Tengdar fréttir Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25 Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36 Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Náinn ráðgjafi Orban segir upp vegna nasískrar ræðu Náinn ráðgjafi Viktors Orban forsætisráðherra Ungverjalands og vinkona hans til áratuga hefur sagt upp störfum eftir umdeilda ræðu sem Orban hélt í Rúmeníu á dögunum. Zsuzsa Hegedus segir að ræðan hafi verið nasísk og því hafi henni ekki verið sætt áfram í störfum sínum fyrir forsætisráðherrann. 27. júlí 2022 07:25
Orban gagnrýndi Selenskí í sigurræðu sinni Viktor Orban og Fidesz-flokkur hans unnu öruggan sigur í þingkosningunum í Ungverjalandi sem fram fóru í gær. Það er því ljóst að hann mun gegna stöðu forsætisráðherra í landinu, fjórða kjörtímabilið í röð. 4. apríl 2022 07:36
Orban lýsir yfir sigri í Ungverjalandi Forsætisráðherra Ungverjalands til tólf ára, Viktor Orban, hefur lýst yfir sigri í þingkosningum sem fram fóru í landinu í dag. 3. apríl 2022 21:35