Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. september 2022 12:11 Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“ Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda