Svona er hópurinn: Aron og Alfreð snúa aftur Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2022 13:05 Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson, sem fóru með Íslandi á EM 2016 og HM 2018, eru í landsliðshópnum. VÍSIR/VILHELM Aron Einar Gunnarsson, sem í áratug var fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, var í dag valinn að nýju í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru. Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Arnar Þór Viðarsson hefur nú valið þá leikmenn sem eiga að mæta Venesúela í vináttulandsleik 22. september og Albaníu í mögulega afar mikilvægum lokaleik í Þjóðadeildinni fimm dögum síðar. Aron snýr aftur eftir að hafa ekki verið valinn síðasta árið vegna ásakana um kynferðisbrot en það mál var í sumar fellt niður af héraðssaksóknara. Alfreð, sem byrjaður er að spila með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni, snýr sömuleiðis aftur eftir að hafa ekki spilað með landsliðinu í tæp tvö ár en hann hefur ítrekað glímt við meiðsli. Guðlaugur Victor Pálsson snýr jafnframt aftur í landsliðið sem og Elías Rafn Ólafsson markvörður sem var meiddur þegar síðustu landsleikir voru spilaðir í júní. Í hópnum eru hins vegar ekki leikmenn á borð við Albert Guðmundsson og Brynjar Inga Bjarnason. Arnar sagði á blaðamannafundi í dag að til hefði staðið að Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason yrðu einnig í landsliðshópnum en að Jóhann hefði meiðst lítillega í kálfa rétt áður en hópurinn var valinn og Sverrir ekki gefið kost á sér vegna veikinda í fjölskyldunni. Arnór Ingvi Traustason, sem flutti til Svíþjóðar frá Bandaríkjunum í sumar, gaf ekki heldur kost á sér. Leikmannahópur Íslands: Markmenn: Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 17 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Varnarmenn: Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 10 leikir Hjörtur Hermannsson - Pisa - 25 leikir, 1 mark Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 41 leikur, 2 mörk Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 7 leikir Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 29 leikir, 1 mark Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 97 leikir, 2 mörk Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 3 leikir Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 13 leikir, 1 mark Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 12 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 12 leikir, 1 mark Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 110 leikir, 15 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 14 leikir, 1 mark Mikael Neville Anderson - AGF - 14 leikir, 1 mark Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 21 leikur, 4 mörk Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 6 leikir Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 21 leikur, 2 mörk Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby BK - 61 leikur, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 9 leikir, 2 mörk Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark Í Þjóðadeildinni þarf Ísland að treysta á að Ísrael vinni ekki Albaníu 24. september og þá verður leikur Íslands og Albaníu úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins sem liðin leika í, í B-deild. Það gæfi íslenska liðinu mikið að vinna riðilinn; öruggt sæti í umspili EM 2024 ef þess þarf, sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar 2024-25, og loks sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir dráttinn í undankeppni EM 2024 (10 lið fara í efsta flokk, 10 í 2. flokk og svo framvegis) sem væri svo sannarlega dýrmætt.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild UEFA Fótbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira