Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍA - Leiknir 1-2 | Skagamenn skoruðu öll mörkin í fallslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. september 2022 17:05 Leiknismenn fagna í leikslok á Akranesi. vísir/diego Leiknir komst upp úr fallsæti Bestu deildar karla með 1-2 sigri á ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Skagamenn skoruðu öll mörk leiksins. Eyþór Aron Wöhler kom Skagamönnum yfir en Leiknismenn jöfnuðu þegar Tobias Stagaard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Viktor Jónsson lék svo sama leik þegar hann fékk boltann í sig eftir hornspyrnu Emils Berger tveimur mínútum fyrir leikslok. Eftir þungt tap fyrir Víkingi hefur Leiknir unnið tvo leiki í röð.vísir/diego Leiknir er núna í 10. sæti deildarinnar og því ekki í fallsæti fyrir úrslitakeppnina sem hefst 2. október. Leiknismenn eru með tuttugu stig, einu stigi á undan FH-ingum, sem eru í 11. sætinu, og fimm stigum á undan Skagamönnum sem verma botnsætið. Staða ÍA er því afar slæm en Akurnesingar geta huggað sig við það að það eru fimm leikir eftir til bjarga því sem bjargað verður. Viktor Jónsson var að vonum svekktur í leikslok.vísir/diego Leikurinn á Akranesi var mjög jafn framan af. Skagamenn voru eflaust brenndir eftir 6-1 tapið fyrir FH-ingum í síðustu umferð og voru frekar varkárir. Sömu sögu var að segja af Leiknismönnum sem voru meira með boltann en ógnuðu lítið. Leiknir fékk tíu hornspyrnur í fyrri hálfleik en ÍA varðist þeim mjög vel. ÍA náði forystunni á 40. mínútu. Benedikt Wáren átti fyrst skot sem Viktor Freyr Sigurðsson varði. Bjarki Aðalsteinsson bjargaði svo eftir skot Hauks Andra Haraldssonar en boltinn hrökk til Eyþórs sem skoraði sitt sjötta mark í sumar. Eyþór Aron Wöhler hoppandi kátur eftir að hafa komið ÍA yfir.vísir/diego Fram að þessu höfðu liðin átt sitt hvort færið. Bjarki bjargaði á línu frá Tobias á 22. mínútu og tíu mínútum síðar varði Árni Marinó Einarsson frá Birgi Baldvinssyni, hetju Leiknis frá því í leiknum gegn Val í síðustu umferð. Eftir mark Eyþórs færðust Skagamenn sífellt aftar á völlinn sem engin ástæða var til, ekki síst þegar svona mikið var eftir. Og þeir fengu það í bakið. Á 55. mínútu tóku Leiknismenn aukaspyrnu á vinstri kantinum snöggt. Kristófer Konráðsson fékk boltann frá Mikkel Jakobsen og átti fyrirgjöf sem fór af Tobias og í netið. Birgir Baldvinsson, besti maður vallarins, skýtur í slá.vísir/diego Markið gaf gestunum byr undir báða vængi og Birgir hélt áfram að ógna. Á 64. mínútu slapp hann í gegn eftir frábæra sendingu Kristófers en skaut í slá. Eftir þetta gerðist fátt og leikurinn var í miklu jafnvægi. En undir lokin kom líf í hann. Á 86. mínútu fékk Steinar Þorsteinsson dauðafæri en skaut yfir. Tveimur mínútum síðar fékk Leiknir enn eina hornspyrnuna. Emil tók hana og sendi inn á markteiginn þar sem Viktor fékk boltann í sig og inn. Lukkan hefur ekki verið með Viktori í liði síðustu mánuðina og var það svo sannarlega ekki þarna. Bjarki Aðalsteinsson bjargar á síðustu stundu frá Steinari Þorsteinssyni í uppbótartíma.vísir/diego Steinar fékk síðasta færi leiksins í uppbótartíma en Bjarki henti sér fyrir skot hans. Þeir fögnuðu svo vel og innilega eftir lokaflaut Vilhjálms Alvars Þórarinssonar. Þeir lentu í vandræðum en unnu sig vel út úr þeim og ef annað liðið átti skilið að vinna voru það þeir. Bestu leikmenn vallarins komu svo allir úr liði Breiðhyltinga; Bjarki, Emil, Mikkel og Birgir sem hefur heldur betur reynst dýrmætur í síðustu tveimur leikjum Leiknis. Jón Þór: Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa Jón Þór Hauksson horfir á sína menn fagna marki Eyþórs.vísir/diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni í fallslag í Bestu deild karla í dag. „Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu. Sigurður: Vildi fá meiri greddu í teiginn Sigurður Heiðar Höskuldsson og strákarnir hans söfnuðu tuttugu stigum í deildarkeppninni. Framundan er svo úrslitakeppnin.vísir/diego Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var hreykinn af sínu liði eftir sigurinn á ÍA á Akranesi í dag. „Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum. Besta deild karla ÍA Leiknir Reykjavík
Leiknir komst upp úr fallsæti Bestu deildar karla með 1-2 sigri á ÍA á Norðurálsvellinum á Akranesi í lokaumferð Bestu deildar karla í dag. Skagamenn skoruðu öll mörk leiksins. Eyþór Aron Wöhler kom Skagamönnum yfir en Leiknismenn jöfnuðu þegar Tobias Stagaard varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Viktor Jónsson lék svo sama leik þegar hann fékk boltann í sig eftir hornspyrnu Emils Berger tveimur mínútum fyrir leikslok. Eftir þungt tap fyrir Víkingi hefur Leiknir unnið tvo leiki í röð.vísir/diego Leiknir er núna í 10. sæti deildarinnar og því ekki í fallsæti fyrir úrslitakeppnina sem hefst 2. október. Leiknismenn eru með tuttugu stig, einu stigi á undan FH-ingum, sem eru í 11. sætinu, og fimm stigum á undan Skagamönnum sem verma botnsætið. Staða ÍA er því afar slæm en Akurnesingar geta huggað sig við það að það eru fimm leikir eftir til bjarga því sem bjargað verður. Viktor Jónsson var að vonum svekktur í leikslok.vísir/diego Leikurinn á Akranesi var mjög jafn framan af. Skagamenn voru eflaust brenndir eftir 6-1 tapið fyrir FH-ingum í síðustu umferð og voru frekar varkárir. Sömu sögu var að segja af Leiknismönnum sem voru meira með boltann en ógnuðu lítið. Leiknir fékk tíu hornspyrnur í fyrri hálfleik en ÍA varðist þeim mjög vel. ÍA náði forystunni á 40. mínútu. Benedikt Wáren átti fyrst skot sem Viktor Freyr Sigurðsson varði. Bjarki Aðalsteinsson bjargaði svo eftir skot Hauks Andra Haraldssonar en boltinn hrökk til Eyþórs sem skoraði sitt sjötta mark í sumar. Eyþór Aron Wöhler hoppandi kátur eftir að hafa komið ÍA yfir.vísir/diego Fram að þessu höfðu liðin átt sitt hvort færið. Bjarki bjargaði á línu frá Tobias á 22. mínútu og tíu mínútum síðar varði Árni Marinó Einarsson frá Birgi Baldvinssyni, hetju Leiknis frá því í leiknum gegn Val í síðustu umferð. Eftir mark Eyþórs færðust Skagamenn sífellt aftar á völlinn sem engin ástæða var til, ekki síst þegar svona mikið var eftir. Og þeir fengu það í bakið. Á 55. mínútu tóku Leiknismenn aukaspyrnu á vinstri kantinum snöggt. Kristófer Konráðsson fékk boltann frá Mikkel Jakobsen og átti fyrirgjöf sem fór af Tobias og í netið. Birgir Baldvinsson, besti maður vallarins, skýtur í slá.vísir/diego Markið gaf gestunum byr undir báða vængi og Birgir hélt áfram að ógna. Á 64. mínútu slapp hann í gegn eftir frábæra sendingu Kristófers en skaut í slá. Eftir þetta gerðist fátt og leikurinn var í miklu jafnvægi. En undir lokin kom líf í hann. Á 86. mínútu fékk Steinar Þorsteinsson dauðafæri en skaut yfir. Tveimur mínútum síðar fékk Leiknir enn eina hornspyrnuna. Emil tók hana og sendi inn á markteiginn þar sem Viktor fékk boltann í sig og inn. Lukkan hefur ekki verið með Viktori í liði síðustu mánuðina og var það svo sannarlega ekki þarna. Bjarki Aðalsteinsson bjargar á síðustu stundu frá Steinari Þorsteinssyni í uppbótartíma.vísir/diego Steinar fékk síðasta færi leiksins í uppbótartíma en Bjarki henti sér fyrir skot hans. Þeir fögnuðu svo vel og innilega eftir lokaflaut Vilhjálms Alvars Þórarinssonar. Þeir lentu í vandræðum en unnu sig vel út úr þeim og ef annað liðið átti skilið að vinna voru það þeir. Bestu leikmenn vallarins komu svo allir úr liði Breiðhyltinga; Bjarki, Emil, Mikkel og Birgir sem hefur heldur betur reynst dýrmætur í síðustu tveimur leikjum Leiknis. Jón Þór: Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa Jón Þór Hauksson horfir á sína menn fagna marki Eyþórs.vísir/diego Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var þungur á brún eftir tapið fyrir Leikni í fallslag í Bestu deild karla í dag. „Þetta er gríðarlegt áfall og líka í ljósi þess hvernig leikurinn var. Þetta var slagur og við töpuðum á tveimur sjálfsmörkum eftir föst leikatriði. Við sofnuðum á verðinum og það er það sem réði úrslitum og er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Jón Þór í leikslok. ÍA var yfir í hálfleik en náði ekki að fylgja því eftir. Jón Þór vildi samt ekki meina að sínir menn hefðu farið of aftarlega í byrjun seinni hálfleiks. „Nei, við gerðum það svo sem líka á köflum í fyrri hálfleik og gerðum það nokkuð vel. Þeir spiluðu sig aldrei í gegnum okkur eða sköpuðu sér mörg færi. Það er ekki stóra atriðið í þessu. Það eru þessi tvö föstu leikatriði þar sem við sofnuðum á verðinum á einhvern óskiljanlegan hátt. Það réði úrslitum,“ sagði Jón Þór. Leiknir féll fjölmargar hornspyrnur í leiknum en ÍA varðist þeim vel, allt fram að þeirri síðustu á 88. mínútu sem sigurmarkið kom eftir. „Eins og ég sagði menn gleymdu sér og voru ekki rétt staðsettir á þeim stöðum sem þeir áttu að vera á og þá fer þetta svona. Það er ekki flóknara en það. Við skildum nærsvæðið eftir mannlaust í öðru marki Leiknis. Við eigum að manna það svæði en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum láta menn sig hverfa og okkur var refsað fyrir það,“ sagði Jón Þór. Ef gamla fyrirkomulagið væri enn við lýði væri ÍA fallið. En góðu fréttirnar fyrir Skagamenn eru að það eru fimm leikir eftir svo þeir geta enn bjargað sér. „Við þurfum að brýna stálið og mæta af krafti til leiks eftir þessar tvær vikur. Við þurfum að byrja úrslitakeppnina af krafti. Það eru fimm leikir eftir og mörg stig í pottinum. Þetta er ekki búið en við getum ekki gefið þetta frá sér eins og við gerðum í dag. Það er alveg ljóst,“ sagði Jón Þór að endingu. Sigurður: Vildi fá meiri greddu í teiginn Sigurður Heiðar Höskuldsson og strákarnir hans söfnuðu tuttugu stigum í deildarkeppninni. Framundan er svo úrslitakeppnin.vísir/diego Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, var hreykinn af sínu liði eftir sigurinn á ÍA á Akranesi í dag. „Mér líður bara mjög vel, þetta er skemmtilegt og ég er mjög ánægður. Við þurftum að hafa mikið fyrir þessu og vorum tilbúnir að leggja það á okkur og uppskárum eftir því,“ sagði Sigurður eftir leikinn. Leiknismenn voru undir í hálfleik en komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og jöfnuðu fljótlega. „Við færðum okkur aðeins framar. Mér fannst við sterkari aðilinn meginþorra fyrri hálfleiks en vorum ekki alveg nógu góðir í seinni boltunum og staðsetningum þegar við vorum í kringum vítateigana. Ég vildi fá meiri greddu þar, hlaup inn í teiginn, áræðni og það gekk vel,“ sagði Sigurður. Fyrir aðeins tíu dögum tapaði Leiknir 9-0 fyrir Víkingi. Síðan þá hafa Leiknismenn unnið tvo leiki í röð og eru komnir upp úr fallsæti. „Við höfum mikið rætt um botnbaráttuna. Þú þarft að vera með hausinn rétt skrúfaðan á og halda einbeitingu þrátt fyrir stóran sigur eða skell; að halda spennustiginu réttu. Liðið hefur verið það síðustu vikur og andlega hliðin hefur verið sterk. Það eru margir leikmenn frá og ýmislegt gengið á en við höfum haldið haus og strákarnir eru að uppskera eftir því. Við höfum haldið dampi í gegnum þetta allt,“ sagði Sigurður. Sem fyrr sagði er Leiknir ekki lengur í fallsæti nú þegar úrslitakeppnin er framundan. Sigurður segir að það sé vissulega betra en Leiknismenn verði áfram að vera einbeittir og halda vel á spilunum. „Það getur verið góð hvatning fyrir okkur. Við þurfum að vera tilbúnir í úrslitakeppnina. Þetta er heljarinnar dagskrá. Menn eru vanir því að vera í fríi í október. Það sást alveg í þessum leik að menn eru orðnir þreyttir og við þurfum að nýta þessar tvær vikur ofboðslega vel og mæta tilbúnir til leiks,“ sagði Sigurður að lokum.
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti