ÍA

„Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var sáttur við spilamennsku sinna manna þegar liðið vann góðan 3-0 sigur á móti KA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum uppi á Skipaskaga í kvöld.

Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna
ÍA fór með 3-0 sigur af hólmi þegar liðið tók á móti KA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í dag.

Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik
Sigur KR á ÍA á sunnudaginn, 5-0, var stærsti sá stærsti sem KR-ingar hafa unnið á Skagamönnum í efstu deild frá upphafi.

Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
KR tók á móti ÍA og bauð upp á fimm marka flengingu í fjórðu umferð Bestu deildar karla. 5-0 niðurstaðan í Laugardalnum og KR enn ósigrað. ÍA hefur hins vegar tapað síðustu þremur leikjum. Fyrirliðinn Aron Sigurðarson sneri aftur úr leikbanni, skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Atli Sigurjónsson kom inn af varamannabekknum og lagði upp síðustu tvö mörkin.

Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, segir að eftir tapið gegn Vestra í síðustu umferð Bestu deildarinnar hafi hann í fyrsta skiptið í mjög langan tíma verið virkilega ósáttur við sitt lið. Hann vill svar frá sínum mönnum í kvöld þegar KR tekur á móti ÍA og býst Jón Þór við skemmtilegum leik gegn öflugu, hröðu en oft á tíðum kaótísku liði KR.

Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað
Þó að stuðningsmenn Vestra hafi getað fagnað góðum sigri gegn ÍA í gær þá er ekki hægt að segja að það hafi farið vel um þá í Akraneshöllinni. Ekki frekar en þann hluta stuðningsmanna ÍA sem ekki fengu sæti í stúkunni.

Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann
Vestri sótti 0-2 sigur gegn ÍA í Akraneshöllinni og er því enn ósigrað eftir þrjár umferðir. Daði Berg Jónsson og Diego Montiel skiptust á að skora og leggja upp fyrir gestina í fyrri hálfleik, Skagamönnum tókst síðan illa að skapa sér færi í seinni hálfleik gegn vel skipulagðri vörn.

„Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“
Tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugsson tóku óvænt við þjálfun ÍA eftir nokkrar umferðir sumarið 2006. Nálgun þeirra á þjálfarahlutverkið var nokkuð óvenjuleg en þeir áttu sér hauk í horni í verkalýðsleiðtoganum Vilhjálmi Birgissyni.

ÍA og Vestri mætast inni
Leikur ÍA og Vestra í 3. umferð Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið færður inn í Akraneshöllina.

Koma strandaglópunum heim í kvöld
Leiguflugvél á vegum Play mun fara frá Barselóna klukkan 20:15 á staðartíma í kvöld. Hún á að fljúga með strandaglópa til Íslands.

„Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“
Hátt í níutíu íslenskir piltar, þar af sjötíu undir lögaldri, eru fastir ásamt fylgdarliði á flugvellinum í Barselóna þessa stundina. Í hópnum eru allt niður í fjórtán ára börn og einhver enn þá yngri systkini. Drengirnir sem eru annars vegar Skagamenn og hins vegar Grindvíkingar voru í keppnisferð í fótbolta, að taka þátt í Daurada Cup í Salou. Pappírar sem gera fararstjórum kleift að ferðast með strákana renna út í dag.

Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit
Bestu deildar lið ÍA og Lengjudeildarlið Selfoss komust í dag áfram í sextán liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta.

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna, var svekktur eftir 2-1 tap á móti Stjörnunni. Leikurinn var jafn á flestum vígstöðum og segir Jón Þór að þetta hefði getað dottið báðum megin.

Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum
Stjörnumenn sigruðu Skagamenn í miklum baráttuleik í Garðabænum í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en heimamenn höfðu betur að lokum, 2-1, og hafa nú unnið báða sína leiki í Bestu-deild karla.

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999.

Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu á Akureyri þar sem KA og KR skildu jöfn.

„Sá það strax að boltinn myndi enda inni“
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði markið sem færði Skagamönnum sigurinn þegar liðið sótti Fram heim í fyrstu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld.

Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram
Skagamenn fara vel af stað í Bestu-deild karla en liðið lagði Fram að velli með einu marki gegn engu í leik liðanna í fyrstu umferð deildarinnar á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld. Það var Rúnar Már Sigurjónsson sem gerði gæfumuninn fyrir Skagaliðið að þessu sinni.

Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Hvernig er að lenda í lyftu með manninum sem átti sinn þátt í að þú komst ekki í Evrópukeppni? Það fengu Skagamennirnir Jón Þór Hauksson og Viktor Jónsson að reyna.

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Endurkoma Georges Kirby á Akranes 1990 fór ekki eins og vonast var eftir. Faðir Arnars og Bjarka Gunnlaugssonar sagði Kirby meðal annars til syndanna.

Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997
Arnar Gunnlaugsson sneri heim til Íslands með stæl sumarið 1995. Heimkoman tveimur árum seinna var hins vegar ekki jafn eftirminnileg og Arnar segir að hann hafi verið langt niðri á þeim tíma.

„Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að ÍA geti barist um Evrópusæti, annað árið í röð. Miklu máli skipti ef Rúnar Már Sigurjónsson getur spilað meira en í fyrra.

Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró
„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Gísli Laxdal snýr heim á Skagann
Gísli Laxdal Unnarsson hefur yfirgefið Hlíðarenda og heldur heim á Skagann, þar sem hann skrifar undir þriggja ára samning við uppeldisfélagið ÍA.

„Rjóminn á kökuna fyrir okkur“
Ný aðstaða fyrir knattspyrnudeild Skagamanna mun gjörbreyta landslaginu fyrir félagið.

Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Hinrik Harðarson er genginn til liðs við norska félagið Odds BK frá ÍA.

Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi
ÍA tryggði sér sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð eftir útisigur á Fjölni. Liðið er nú þegar búið að vinna 1. deildina. En aðstaða Skagamanna mun breytast gríðarlega strax á næsta ári.

Skagamenn upp í Bónus deild karla
ÍA tryggði sér í kvöld sæti í Bónus deild karla í körfubolta á næstu leiktíð en liðið tryggði sér þá sigur í 1. deildinni. Efsta liðið fer beint upp en hitt lausa sætið er undir í úrslitakeppninni.

ÍA fær Baldvin frá Fjölni
Miðvörðurinn Baldvin Þór Berndsen er genginn í raðir ÍA og skrifar undir samning á Akranesi út tímabilið 2027 í Bestu deild karla í fótbolta.