Opna sýninguna Sjávarmál í Austurríki: „Sjórinn sem er okkur Íslendingum svo mikilvægur“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2022 14:00 Hulda Vilhjálmsdóttir og Hjörtur Skúlason opna sýninguna Sjávarmál í Austurríki. Aðsend Í gær opnaði sérstakur listviðburður í Austurríki að frumkvæði Kristínar A. Árnadóttur sendiherra Íslands gagnvart Austurríki. Viðburðurinn verður opinn um helgina og koma ýmsir íslenskir listamenn við sögu. Í fréttatilkynningu segir að húsakynni sendiherrabústaðarins umbreytist tímabundið í sýningarsal og til verður rými fyrir list á diplómatískum vettvangi. „Til sýnis verða verk úr safnkosti Listasafns Íslands sem verða sett í athyglisvert samhengi við verk eftir samtímalistafólk sem búsett er í Austurríki og/eða hefur sérstaka tengingu við Austurríki. Þannig skapast samtal milli verka eftir frumkvöðla í íslenskri listasögu og nútímalistsköpunar og opið samband myndast milli ólíkra sjónarhorna,“ segir í tilkynningunni. View this post on Instagram A post shared by Hjörtur Matthías Skúlason (@hjortur.skulason) Í dag opnar RUTs GALLERY svo sýninguna „Meeresspiegel – Sjávarmál“ en þar verða sýnd verk eftir listafólkið Huldu Vilhjálmsdóttur og Hjört Matthías Skúlason. Verk þeirra mynda ýmsar tengingar þrátt fyrir ólík sjónarhorn. Líkt og í sendiherrabústaðnum á sér stað umbreyting því sýningarsalurinn er fyrrum arkitektastofa og skapast sérstakt andrúmsloft í gamla skrifstofurýminu fyrir tilstilli listarinnar. Blaðamaður tók púlsinn á Hirti Matthíasi listamanni. „Við Hulda höfum unnið að þessari sýningu síðastliðna þrjá mánuði og umfjöllunarefni okkar er sjórinn, sjórinn sem er okkur Íslendingum svo mikilvægur enda faðmar hann eyjuna okkar góðu. Okkur fannst við yrðum að færa Austurríkismönnum svolítið af undurveröld sjávarins þar sem þeir hafa engan sjó.“ View this post on Instagram A post shared by Hjörtur Matthías Skúlason (@hjortur.skulason) Myndlist Menning Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 16. september 2022 13:30 Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 14. september 2022 13:30 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að húsakynni sendiherrabústaðarins umbreytist tímabundið í sýningarsal og til verður rými fyrir list á diplómatískum vettvangi. „Til sýnis verða verk úr safnkosti Listasafns Íslands sem verða sett í athyglisvert samhengi við verk eftir samtímalistafólk sem búsett er í Austurríki og/eða hefur sérstaka tengingu við Austurríki. Þannig skapast samtal milli verka eftir frumkvöðla í íslenskri listasögu og nútímalistsköpunar og opið samband myndast milli ólíkra sjónarhorna,“ segir í tilkynningunni. View this post on Instagram A post shared by Hjörtur Matthías Skúlason (@hjortur.skulason) Í dag opnar RUTs GALLERY svo sýninguna „Meeresspiegel – Sjávarmál“ en þar verða sýnd verk eftir listafólkið Huldu Vilhjálmsdóttur og Hjört Matthías Skúlason. Verk þeirra mynda ýmsar tengingar þrátt fyrir ólík sjónarhorn. Líkt og í sendiherrabústaðnum á sér stað umbreyting því sýningarsalurinn er fyrrum arkitektastofa og skapast sérstakt andrúmsloft í gamla skrifstofurýminu fyrir tilstilli listarinnar. Blaðamaður tók púlsinn á Hirti Matthíasi listamanni. „Við Hulda höfum unnið að þessari sýningu síðastliðna þrjá mánuði og umfjöllunarefni okkar er sjórinn, sjórinn sem er okkur Íslendingum svo mikilvægur enda faðmar hann eyjuna okkar góðu. Okkur fannst við yrðum að færa Austurríkismönnum svolítið af undurveröld sjávarins þar sem þeir hafa engan sjó.“ View this post on Instagram A post shared by Hjörtur Matthías Skúlason (@hjortur.skulason)
Myndlist Menning Austurríki Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 16. september 2022 13:30 Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 14. september 2022 13:30 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Innviðaráðherra á von á barni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Setur upp listasýningu til heiðurs ömmu sinni Fjöllistamaðurinn JóiPé hefur löngum verið tengdur við íslensku tónlistarsenuna en ásamt því að semja og flytja tónlist er hann myndlistarmaður. JóiPé opnar listasýningu á morgun í Gróskusal á Garðatorgi sem er tileinkuð ömmu hans, Margréti Thorlacius, en þau hafa alltaf átt sterkt og gott samband að sögn Jóa. 16. september 2022 13:30
Björk og Árni á meðal þeirra áhrifamestu undir þrítugu Björk Hrafnsdóttir og Árni Hrafn Kristmundsson hljóta TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz viðurkenningu í ár. Þetta kemur fram í nýrri fréttatilkynningu frá ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. 14. september 2022 13:30
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning