Austurríki

Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, mun fara fram í austurrísku höfuðborginni Vín í maí á næsta ári.

Breyta merki Eurovision
Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram.

Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi
Ofurhuginn austurríski Felix Baumgartner lést í dag 56 ára að aldri. Hann öðlaðist heimsfrægð árið 2012 fyrir að hafa fyrstur manna rofið hljóðmúrinn án farartækis.

Þriggja daga þjóðarsorg í Austurríki
Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Austurríki og mínútuþögn verður um allt landið klukkan tíu að staðartíma í dag í minningu um fórnarlömb skotárásar í framhaldsskóla í borginni Graz í gær.

Íslendingur í Graz: „Brotna niður við að hugsa um þessa foreldra“
Íslensk kona búsett í Graz segir borgina alla í áfalli eftir atburði dagsins en ellefu eru látnir og tugir særðir eftir skotárás á menntaskóla í borginni í morgun. Sjálf á hún tvö börn sem ganga í aðra menntaskóla í borginni. Hún segir árásina ýfa upp gömul sár en tíu ár eru síðan þrír létust í annarri árás í Graz.

Tíu látnir í Graz: Byssumaðurinn sagður vera gamall nemandi
Hið minnsta tíu eru látnir og fleiri særðir eftir skotárás í menntaskóla í Graz í Austurríki í morgun. Árásarmaðurinn er meðal látinna en lögregla segir að hann sé fyrrverandi nemandi við skólann.

Níu látnir eftir skotárás í Austurríki
Að minnsta kosti níu eru látnir og fleiri særðir eftir skotárás í menntaskóla í Graz í Austurríki í morgun. Árásarmaðurinn er talinn vera látinn.

Silfrið niðurstaðan fyrir Hannes og strákana hans
Íslendingaliðið Alpla HC Hard varð að sætta sig við silfurverðlaunin eftir tap í úrslitaeinvíginu um austurríska meistaratitilinn í handbolta.

Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri
Áfrýjunardómstóll í Vínarborg sýknaði Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, af ákæru um meinsæri og sneri þannig við dómi neðra dómstigs. Miklar vangaveltur eru um hvort að Kurz gæti nú átt afturkvæmt í austurrísk stjórnmál eftir að spillingarmál leiddi til afsagnar hans árið 2021.

Sigurvegarinn vill banna Ísrael
Austurríski tónlistarmaðurinn JJ, sem vann Eurovision á dögunum með laginu Wasted Love, gagnrýnir þátttöku Ísraels í keppninni og segir að landið eigi ekki að fá að keppa á næsta ári. Hann segist ósáttur við kosningakerfið og vill sjá meiri gagnsæi í stigagjöfinni.

Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar
Að loknu dramatísku Eurovision kvöldi í Basel er margt sem fólk klórar sér í kollinum yfir. Austurríkismaðurinn JJ stóð óvænt uppi sem sigurvegari með lagi sínu Wasted Love. Veðbankar töldu allar líkur á sigri Svía sem komust ekki í topp þrjú. Fréttamaður hefur fylgst grannt með Eurovision síðustu ár, og getur með sanni sagt að heildarúrslitin hafi verið ein þau óvæntustu í sögunni.

Austurríki sigurvegari Eurovision 2025
Austurríki er sigurvegari Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2025. Söngvarinn JJ sigraði í Basel með laginu „Wasted Love“ fyrir hönd Austurríkis sem hefur nú unnið keppnina þrisvar sinnum.

Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot
Króatinn Ivan Horvat, leikmaður Alpla Hard í Austurríki, hefur verið dæmdur í fordæmalaust bann vegna grófs brots sem átti sér stað í leik við Bregenz á dögunum. Bannið er til 26 mánaða.

Mynduðu stjórn án stærsta flokksins
Leiðtogar þriggja miðjuflokka í Austurríki hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar, fimm mánuðum eftir þingkosningar fóru fram í landinu. Frelsisflokkurinn, sem er lengst til hægri í austurrískum stjórnmálum og hlaut flest atkvæði í kosningunum, stendur utan nýrrar stjórnar.

Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu
Yfirvöld í Austurríki segja að maðurinn sem stakk fólk af handahófi í bænum Villach í gær hafi tengingar við Íslamska ríkið eða önnur hryðjuverkasamtök, sem hann mun hafa lýst yfir hollustu við fyrir árásina. Fjórtán ára drengur lét lífið og fimm aðrir voru særðir áður en árásin var stöðvuð og maðurinn handtekinn.

Unglingsstrákur lést í hnífaárás
Fjórtán ára drengur er látinn eftir hnífaárás í Austurríki. Fimm eru særðir, þar af tveir alvarlega. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi.

Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi
Austurríki gæti lotið stjórn öfgahægrimanna í fyrsta skipti frá því í síðari heimsstyrjöldinni eftir að leiðtogi Frelsisflokksins fékk stjórnarmyndunarumboð í vikunni. Hann reynir nú að mynda ríkisstjórn með flokki sem hét áður að vinna ekki með honum.

Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður
Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, hefur ákveðið að segja af sér embætti. Hann tók ákvörðun um það eftir að ljóst varð að stjórnarmyndunarviðræður flokks hans, Þjóðarflokksins, og Sósíaldemókrata myndu ekki bera árangur.

Höfuðkúpubraut fótboltamann
Leikmaður austurríska félagsins Rapid Vín varð fyrir árás um helgina og slasaðist mjög illa.

Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni
Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal.

Bæjarstjóri austurrísks bæjar skotinn til bana
Óþekktur byssumaður er sagður hafa skotið tvo menn til bana, þar á meðal bæjarstjóra austurrísks smábæjar í morgun. Morðinginn gengur enn laus og reyna þungvopnaðir lögreglumenn nú að elta hann uppi.

Fyrsti sigur hægriöfgaflokks frá seinna stríði
Frelsisflokkurinn vann sigur í þingkosningunm í Austurríki í gær og varð fyrsti hægriöfgaflokkurinn til að vinna kosningasigur í landinu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Óljóst er hvort sigurinn skili flokknum sæti í ríkisstjórn.

Frelsisflokkurinn stærstur í Austurríki
Kosið var til þings í Austurríki í dag og benda fyrstu útgönguspár til þess að Frelsisflokkurinn verði stærstur flokka með 29,1 prósent atkvæða.

Stefnir í sögulegan sigur hægriöfgaflokks í Austurríki
Allt bendir til þess að Frelsisflokkurinn, sem lýst hefur verið sem hægriöfgaflokki, landi sögulegum sigri í austurrísku þingkosningunum sem fara fram á morgun.

Salzburg úr sögunni hjá Play
Play hefur ákveðið að hætta vikulegum flugferðum til Salzburg í Austurríki eins og boðið hefur verið upp á undanfarna þrjá vetur. Eftirspurnin reyndist ekki næg.

Flóð í Evrópu og Mjanmar og gróðureldar í Portúgal
Tala látinna í flóðunum í austanverðri Evrópu heldur áfram að hækka en í gær bættust fjögur dauðsföll á listann í Póllandi, þrjú í Tékklandi og eitt í Rúmeníu. Fjölda fólks er einnig saknað en staðfest tala látinna er nú komin upp í sextán manns.

Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum
Að minnsta kosti tíu eru látnir í flóðunum í Mið-Evrópu þar sem neyðarástand ríkir víða. Á sumum stöðum hefur þriggja mánaða úrkoma fallið á aðeins þremur dögum.

Íslendingur í Vín: „Ég hef aldrei kynnst svona vatnsveðri“
Minnst átta hafa látist í flóðum sem gengið hafa yfir Mið- og Austur-Evrópu eftir storminn Boris. Fjölmargra er saknað. Íslendingur í Vín segist aldrei hafa séð annað eins á þeim átta árum sem hann hefur búið á svæðinu.

Ætluðu sér að myrða tugþúsundir á tónleikum Swift
Mennirnir sem voru handteknir í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika Taylor Swift í Vínarborg ætluðu sér að myrða tugþúsundir, að sögn aðstoðarforstjóra CIA.

Þriðja ungmennið handtekið í tengslum við Swift-tónleikana
Austurríska lögreglan handtók þriðja ungmennið í tengslum við fyrirhugaða árás á tónleika bandarísku tónlistarkonunnar Taylor Swift í gærkvöldi. Sá sem var handtekinn er sagður hafa verið í sambandi við grunaðan höfuðpaur.