Handbolti

„Ég er bara helvíti sáttur með þetta“

Árni Gísli Magnússon skrifar
Gauti Gunnarsson gekk í raðir KA frá ÍBV í sumar
Gauti Gunnarsson gekk í raðir KA frá ÍBV í sumar KA.is

KA og ÍBV gerðu dramatíkst 35-35 jafntefli í KA-heimilinu í dag. KA leiddi í fyrri hálfleik en Eyjamenn komu sterkir inn í síðari hálfleik og úr varð alvöru leikur.

Gauti Gunnarsson, hægri hornamaður KA, gekk til liðsins frá ÍBV í sumar og átti heldur betur flottan leik en hann skoraði 8 mörk úr 8 skotum.

Hvernig er fyrir hann að fá svona spennuþrunginn leik í frumraun sinni í KA-heimilinu?

„Þetta er bara einstök upllifun en maður þekkir þetta í Eyjum, að vera með geggjaða stuðningsmenn, og glæsilegir stuðningsmenn hérna líka, ekkert verri. Hörkuleikir og bara ánægður með allt eins og það var.”

Hvernig var að mæta sínu fyra félagi strax í fyrsta heimaleik?

„Ég myndi segja að það sé kannsk fullsnemmt en bara frábært að klára það.”

„Ég er bara helvíti sáttur með þetta. Ég þekki Petar (Jokanovic) það vel og skotið á hann það oft að ég ætti að vita svona sirka hvaða hreyfingar hann tekur”, sagði Gauti en hann skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum á sinn fyrrum liðsfélaga í dag.

Gauti segir að það sé frábært að spila á hægri vængnum með Einari Rafni og Allan Norðberg.

„Þetta er bara geðveikt, Einar leitar mikið niður í horn, sem er bara geðveikt. Allan líka og er frábær einn á einn. Þetta eru bara frábærir leikmenn.”

Einar Rafn Eiðsson á það til að skipta skapi en hann hafði enga ástæðu til að skamma Gauta í dag.

„Nei nei, heldur betur ekki, hann á sín móment, bæði á æfingum og í leikjum”, sagði Gauti að lokum léttur í bragði.


Tengdar fréttir

Leik lokið: KA-ÍBV 35-35 | Dramatískt jafntefli tryggði liðunum sín fyrstu stig

KA og ÍBV gerðu 35-35 jafntefli í annari umferð Olís-deildar karla í handbolta í KA-heimilinu í dag. Heimamenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik en Eyjamenn sýndu styrk sinn í þeim seinni og komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir. KA tókst þó að jafna og liðin skiptu því stigunum á milli sín.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×