„Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2022 19:26 Systkinin Lutfa og Ferdoz Ali, ásamt syni Ferdozar. Þau vitja leiðis móður sinnar, sem lést sviplega í sumar, á hverjum föstudegi í Gufuneskirkjugarði. Vísir/einar Systkin frá Bangladess, sem misstu móður sína sviplega í sumar, eru harmi slegin vegna yfirvofandi brottvísunar. Þau segja það óyfirstíganlega tilhugsun að geta ekki vitjað leiðis móður þeirra, sem jörðuð er í Reykjavík. Lögmaður systkinanna segir óásættanlegt að vísa þeim úr landi nú. Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Systkinin Ferdoz og Lutfa Ali eru upprunalega frá Bangladess. Móðir þeirra Begum flúði ofsóknir skyldmenna í Bangladess og systkinin hafa aldrei átt heimili þar. Þau segjast hafa verið á hrakhólum frá því þau muna eftir sér, búið til dæmis í Íran, Pakistan og Grikklandi, en fengu vernd í Ungverjalandi áður en þau komu til Íslands í kórónuveirufaraldrinum í byrjun október 2020. Það gerðu þau einkum til að sækja almennilega læknisþjónustu fyrir móður sína. En hún lést skyndilega um miðjan júlí síðastliðinn. „Hefðum við hringt fyrr á sjúkrabíl, hefði verið hægt að bjarga henni? Þeir sögðu nei. Blæðingarnar í höfði hennar voru svo miklar að það hefði ekki skipt máli. Þetta snerist um fimm sekúndur. Heilinn var fullur af blóði. Það var ómöguleg að framkvæma aðgerð,“ segir Lutfa. Begum er jörðuð í Gufuneskirkjugarði og systkinin vitja leiðisins á hverjum föstudegi. En þeim var synjað um alþjóðlega vernd hér á landi í fyrra og nú á að framfylgja brottvísun. „Ég sagði oft við mömmu: „Tveimur árum af lífi okkar hefur verið sóað.“ Hún sagði okkur að hafa trú á þessu. Þetta væri alveg að koma. En eftir tvö ár er okkur sagt: „Nei, þú ferð til baka“.“ Begum var 46 ára þegar hún lést.úr einkasafni Þau eigi engan að á Íslandi sem geti séð um leiði móður þeirra. „Við eigum aðeins móður okkar. Hún er hér. Hvernig getum við farið? Hvernig lifum við af, vitandi af henni hér?“ segir Lutfa. Þá vilja systkinin læra íslensku, finna sér vinnu og búa sér framtíð á Íslandi, einkum fyrir fimm ára son Ferdozar. Mér fannst Ísland vera okkar staður. Þar sem ég hef verið áður vildi fólk ekki hjálpa mér. Þau segja: „Nei, ég tala ekki ensku“. En á Íslandi fær maður fallegt bros,“ segir Ferdoz. Magnús Norðdahl lögmaður fjölskyldunnar hefur farið fram á endurupptöku máls þeirra í ljósi breyttra aðstæða í kjölfar andlátsins. Hann segir það óásættanlegt með öllu að fjölskyldunni verði vísað úr landi á þessu stigi máls. Lutfa og Begum eftir komuna til Íslands.úr einkasafni
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Bangladess Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira