Spennt að sjá hvort þau þurfi að standa vaktina í nótt Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 18. september 2022 10:52 Elísabet Margeirsdóttir, ein af skipuleggjendum Bakgarðsins. Vísir/Sigurjón Þrír hlauparar standa eftir í bakgarðshlaupinu á hring númer 26. Aldrei hafa jafn margir lokið 24 hringjum í hlaupinu. Kristján Svanur Eymundsson, Marlena Radiziszewska og Sif Sumarliðadóttir eru þátttakendurnir þrír sem enn hlaupa til sigurs. Elísabet Margeirsdóttir skipuleggjandi Bakgarðsins segir gríðarlega góða stemmingu hafa verið á svæðinu og enn hafi ellefu þátttakendur verið í hlaupinu eitthvað fram á nóttina. Bakgarðshlaupið hófstklukkan níu í gærmorgun við Elliðavatn en rúmlega tvö hundruð þátttakendur voru skráðir í hlaupið. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Aðspurð hvort hún telji að Íslandsmet Mari Järsk, 288 kílómetrar og 43 hringir falli segir Elísabet, „núna finnst mér rosalega líklegt að þetta fari allaveganna í tvö hundruð kílómetra. Mér finnst það mjög líklegt að það verði allaveganna tvö sem munu hlaupa upp í þrjátíu sem eru 201 kílómeter. Svo er bara spurning hvort þau haldi áfram eftir það, ef þau ná því.“ Hún segir fólk ná að nærast í hlaupinu en lítið sé um svefn, ef þátttakendur komi snemma í mark geti þau mögulega lagt sig í stutta stund en hún segist ekki hafa séð þátttakendur gera það enn sem komið er. „Við erum bara spennt að sjá hvort að við þurfum að ræsa út í næturvakt í nótt og hvort við þurfum bara að setja aðra vinnu til hliðar í fyrramálið,“ segir Elísabet. Hægt er að fylgjast með niðurstöðum hlaupsins með því að smella hér. Einnig er hlaupið í beinni á Instagram korter í heila tímann og spjalla við hlauparana sem standa eftir. Hlaup Tengdar fréttir Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“ Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. 2. maí 2022 21:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Kristján Svanur Eymundsson, Marlena Radiziszewska og Sif Sumarliðadóttir eru þátttakendurnir þrír sem enn hlaupa til sigurs. Elísabet Margeirsdóttir skipuleggjandi Bakgarðsins segir gríðarlega góða stemmingu hafa verið á svæðinu og enn hafi ellefu þátttakendur verið í hlaupinu eitthvað fram á nóttina. Bakgarðshlaupið hófstklukkan níu í gærmorgun við Elliðavatn en rúmlega tvö hundruð þátttakendur voru skráðir í hlaupið. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum. Aðspurð hvort hún telji að Íslandsmet Mari Järsk, 288 kílómetrar og 43 hringir falli segir Elísabet, „núna finnst mér rosalega líklegt að þetta fari allaveganna í tvö hundruð kílómetra. Mér finnst það mjög líklegt að það verði allaveganna tvö sem munu hlaupa upp í þrjátíu sem eru 201 kílómeter. Svo er bara spurning hvort þau haldi áfram eftir það, ef þau ná því.“ Hún segir fólk ná að nærast í hlaupinu en lítið sé um svefn, ef þátttakendur komi snemma í mark geti þau mögulega lagt sig í stutta stund en hún segist ekki hafa séð þátttakendur gera það enn sem komið er. „Við erum bara spennt að sjá hvort að við þurfum að ræsa út í næturvakt í nótt og hvort við þurfum bara að setja aðra vinnu til hliðar í fyrramálið,“ segir Elísabet. Hægt er að fylgjast með niðurstöðum hlaupsins með því að smella hér. Einnig er hlaupið í beinni á Instagram korter í heila tímann og spjalla við hlauparana sem standa eftir.
Hlaup Tengdar fréttir Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18 Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“ Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. 2. maí 2022 21:31 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Fleiri fréttir „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Píptest fyrir lengra komna Bakgarðshlaupið hófst klukkan níu í morgun við Elliðavatn en meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari. 17. september 2022 21:18
Vildi freista þess að ná 300 kílómetrum: „Ég var ekki orðin dauð, alls ekki“ Stjórnandi Náttúruhlaupa segir engan hafa átt von á því að bakgarðshlaupið um helgina myndi standa yfir eins lengi og það gerði. Fyrra Íslandsmet í hlaupinu kolféll þar sem Mari Järsk hljóp rúma 288 kílómetra á innan við tveimur sólarhringum. Þrátt fyrir glæsilegan árangur segir Mari að hún hefði getað farið lengra, helst vildi hún ná 300 kílómetrum. 2. maí 2022 21:31