Segjast alveg ráða við „íslensku“ launin hans Heimis Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 09:01 Heimir Hallgrímsson stýrir Reggístrákunum næstu fjögur árin og stefnan er sett á HM 2026. JFF/GETTY Þrátt fyrir að knattspyrnusamband Jamaíku hafi átt í fjárhagserfiðleikum á síðustu árum þá segir fjármálastjóri sambandsins það alveg ráða við að sækja erlent þjálfarateymi. Laun Heimis Hallgrímssonar verði ekki vandamál. Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung. Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Heimir var á föstudag ráðinn þjálfari karlalandsliðs Jamaíku. Hann tekur með sér Guðmund Hreiðarsson sem markmannsþjálfara og Svíann John Erik Wall sem aðstoðarþjálfara, en ekki Helga Kolviðsson eins og fullyrt hafði verið í jamaískum miðlum í síðustu viku. Heimir sagðist í viðtali við RÚV um helgina ekki vera á neitt mikið hærri launum en þekktist á Íslandi en hann skrifaði undir samning til fjögurra ára við jamaíska sambandið: „Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu,“ sagði Heimir við RÚV. „Teljum okkur ráða við þetta“ Dennis Chung, fjármálastjóri jamaíska sambandsins, segir að þrátt fyrir ákveðna fjárhagsörðugleika síðustu ár þá ráði sambandið alveg við að greiða nýja þjálfaranum laun: „Við erum búin að finna fjármagnið og teljum okkur ráða við þetta. Við höfum gert þær áætlanir sem við þurfum að gera. Við höfum gert ákveðnar innanbúðarbreytingar varðandi stjórnun og teljum okkur ráða við þetta,“ sagði Chung við The Jamaica Gleaner. Jamaíski íþróttafræðingurinn og þjálfarinn Pete Coley nefndi það í samtali við Vísi í síðustu viku að síðustu misseri hefðu verið vandamál í tengslum við laun leikmanna. Fé hefði ekki verið ráðstafað með réttum hætti en hann vildi þó ekki nota orðið „spilling“. Að sögn Chung horfir allt til betri vegar nú og Jamaíkumenn vonast til þess að komast á HM í annað sinn í sögunni, eftir að hafa fyrst komist á HM 1998. Samkvæmt The Jamaica Gleaner var yfir 100 milljónum Bandaríkjadala varið í að reyna að koma Jamaíku á HM 2022, án árangurs. „Sumt af þessu er áhætta. Við vitum að við höfum átt í fjárhagserfiðleikum. Við höfum verið að hreinsa upp miklar skuldir, til að mynda skattaskuldir sem við glímdum við. Við höfum greitt leikmönnum fyrir 11 af síðustu 14 leikjum og teljum að við munum ráða við það [að borga nýjum landsliðsþjálfara],“ sagði Chung.
Fótbolti Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira